fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Fanney og Teitur selja – „Ekki tilbúin að kveðja“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 16:28

Teitur og Fanney Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið, Fanney Ingvarsdóttir stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bio Effect og Teitur Páll Reynisson viðskiptafræðingur, hafa sett íbúð sína í Sjálandi í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir íbúðina er 118 milljónir.

„Í fréttum er þetta helst. Ég er í þessum töluðu með hraðan hjartslátt og hnút í maganum þegar ég segi að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, enda með öllu dramatísk og sannkallaður meistari í að tengjast dauðum hlutum tilfinningalega. Ekki hlutlaust mat en Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð herbergi og meiriháttar pall í hásuður. Erfitt að finna betri staðsetningu. Alls ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum.

Íbúðin er 126.3 fm endaíbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2008. 

Íbúð skiptist í forstofu, hol/alrými, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, sérgeymslu og stæði í lokaðri bílgeymslu. Afgirtur sérafnotareitur er um 55 fm sem tilheyrir íbúð. 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“