fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Íslenskur karlmaður segist hafa verið byrjaður að skipuleggja morð – „Þá myndi ég vita hvar ég væri næstu árin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 07:00

Maðurinn kemur fram nafnlaus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður segir að hann hafi verið kominn á hættulegan stað á meðan hann beið eftir því að komast í meðferð. Hann segir að ástandið hafi verið svo slæmt að hann hafi verið farinn að skipuleggja morð, aðeins til að geta haft samanstað og fengið mat, og hann gekk um í bleyju þar sem hann missti reglulega saur og þvag.

Maðurinn segir sögu sína í nýjasta þætti af Lífið á biðlista. Gunnar Ingi Valgeirsson kom af stað samnefndu átaki fyrir stuttu og er þetta annað viðtalið í herferð hans gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

Sjá einnig: Stal frá fjölskyldunni og seldi sig til að fjármagna neysluna – „Þetta gjörbreytti mér“

Í þættinum ræðir hann við karlmann sem hann kallar X.

X segir að hann hafi notað allt sem hann gat til að komast í breytt ástand, hvort sem það var að neyta eiturlyfja, drekka áfengi, hreingerningarlögur, sótthreinsandi eða eitthvað sem er yfirleitt notað í matvælaiðnaði.

Hleypa honum inn eða velja líkkistuna

X hefur farið oft í meðferð og segir að með hverju skiptinu hafi biðtíminn lengst. Hann beið nú síðast í eitt ár eftir að komast inn á Krýsuvík. Hann var þá kominn í sprautuneyslu og var farinn að sprauta sig með Wellbutrin, sem er þunglyndislyf.

Þessi neysla gerði það að verkum að hann var orðinn veruleikafirrtur, fékk krampaköst og var sendur með sjúkraflugi til Akureyrar þar sem hann var lokaður inni á geðdeild. X segir að geðlæknirinn hans hafi hringt á meðferðastöðina fyrir hann og sagt að annað hvort myndu þeir hleypa honum inn eða velja litinn á líkkistuna hans.

Gunnar Ingi.

Féll og endaði aftur á götunni

X segir að hann hafi fallið í bæjarleyfi, sem var illa skipulagt að hans sögn. Hann segir að hann hafi þá dottið út úr heiminum og rankað við sér viku síðar ráfandi um Reykjavík. Hann var peningalaus og gat hvergi verið. Á næstu þremur vikum segist hann hafa verið í mjög harðri neyslu og farið nokkrum sinnum inn á bráðamóttöku vegna hjartavandamála.

Hann gekk á milli matvöruverslana að stela spritti til að drekka, ef hann komst í eiturlyf þá notaði hann þau. X segir að hann hafi verið farinn að nota í þeirri von að eitthvað myndi gerast svo hann kæmist einhvers staðar inn, hvort sem það væri í meðferð, sjúkrahús eða fangaklefi.

X var heimilislaus og svaf í ruslageymslum, bílakjöllurum og ruslagámum. Hann rifjar upp eitt atvik þar sem hann faldi sig í ruslagámi fyrir matarúrgang þegar það var rigning því það var hlýrra þar en úti.

Sjá einnig: Íslenskur karlmaður segir að hann hafi þurft að ljúga til að bjarga lífi sínu – „Ég var víst ekki nógu geðveikur“

Læknirinn hlustaði

Eins og fyrr segir lenti X oft á bráðamóttökunni og hann segir að í síðasta skipti sem hann hafi farið þar inn hafi hann loksins hitt á lækni sem hlustaði á hann. X hafi þá verið trappaður niður, fengið mat og farið inn á Vog í neyðarinnlögn. En lenti síðan aftur á götunni í töluverðan tíma í viðbót á meðan hann beið eftir áframhaldandi meðferð.

Ástandið var orðið svo slæmt að í hvert skipti sem hann drakk spritt þá missti hann saur og þvag svo hann var farinn að notast við bleyju. Aleigan passaði í tösku sem var síðan rænt.

X segir að það hafi komið tímabil þar sem hann hafi verið farinn að skipuleggja morð því í fangelsi myndi hann allavega vera með stað til að sofa á og fengi að borða.

Þarna var hann kominn á endastöð og vildi enda þetta allt. Eftir þær tilraunir fannst hann meðvitundarlaus um alla Reykjavík, en hann vaknaði alltaf aftur.

Edrú í dag

X komst loksins í meðferð og hefur nú verið edrú í rúmlega tvo mánuði og er nýfarinn að fá að hitta son sinn aftur.

Hann segir að SÁÁ hafi gripið hann vel og hann sé nú í átján mánaða endurhæfingarúrræði á vegum samtakanna. Hann segist vera einn af þeim heppnu þar sem biðlistinn er langur og ekki allir sem komast inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram