fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Drama í Hollywood – Fyrrverandi allt annað en sátt með núverandi

Fókus
Þriðjudaginn 24. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Irina Shayk, fyrrverandi unnusta og barnsmóðir stórleikarans Bradley Cooper, er allt annað en ánægð með samband leikarans við fyrirsætuna Gigi Hadid en þau hafa verið að slá sér upp saman síðustu misseri. „Irina er ekki ánægð með að nýja kærastan sé mun yngri ofurfyrirsæta,“ segir viðmælandi Page Six sem segir að ráðahagurinn hafi komið Irinu í opna skjöldu.

Irina, sem áður var kærasta fótboltakappans Cristiano Ronaldo, og Bradley hófu ástarsamband sitt árið 2015 en sambandinu lauk formlega árið 2019 þó að stundum hafi borist fregnir að því að þau hafi verið að stinga saman nefjum aftur. Vinátta þeirra er sögð náin og til að mynda hafa þau reglulega farið í frí saman með barnungum syni sínum.

Aðili kunnugur Shayk segir Page Six að fyrirsætan hafi vonast til þess að hún og Cooper myndu hreinlega taka saman aftur og því hafi samband hans við Hadid, sem er 28 ára og tæpum áratug yngri en Shayk, valdið henni hugarangri.

Shayk var í sumar orðuð við NFL-stjörnuna Tom Brady en ástarsambandið fjaraði hratt út.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“