fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

„Það vill enginn heyra það alltaf að þú sért of mikið, það er ekki góð tilfinning til lengdar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2023 20:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og granóladrottningin Tobba Marinósdóttir hefur fengið að heyra frá unga aldri að hún sé „of mikið“ og segir að engum þyki gaman að heyra það ítrekað um sig.

video
play-sharp-fill

Tobba er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, og segir söguna á bak við ADHD-greiningarferlið og hvernig leikarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hjálpaði henni að sætta sig við greininguna og horfa á hana öðrum augum.

Sjá einnig: Tobba skildi eftir skömm og sektarkennd á Jakobsveginum

Aðspurð hvort hana hafi grunað að hún væri með ADHD segir Tobba:

„Já, svona í seinni tíð. Það voru allir byrjaðir að segja: „Þú ert svo ofvirk.“ Sem er svolítið lenskan að segja í dag. Og þetta klassíska: „Þú talar of hátt“ og „þú ert of mikið.“ Allt þetta, alltaf hent fram á gang í skólanum. Samt alltaf vinsæl hjá kennurum og samnemendum, en samt einhvern veginn „of mikið.“ Það vill enginn heyra það alltaf að þú sért of mikið, það er ekki góð tilfinning til lengdar. En ég fór að taka því sem persónuleikanum mínum,“ segir Tobba.

Tók því sem persónulegri árás þegar eiginmaðurinn stakk upp á ADHD-greiningu

Fyrst þegar eiginmaður Tobbu, tónlistarmaðurinn og tölvunarfræðingurinn Karl Sigurðsson, stakk upp á því að hún myndi fara í ADHD-greiningu varð hún móðguð og tók því sem persónulegri árás.

„Kalli hafði oft spurt mig hvort ég vildi ekki fara í greiningu og mér fannst það svolítið svona persónuleg árás: „Af hverju á ég að fara í greiningu? Bíddu, ég bara fúnkera vel, stend mig vel í vinnunni, stend mig vel heima, er ekki alltaf hreint og fínt hérna og heimalagaður matur? Hvað ertu að segja?“ Ég tók þessi sem árás, þarna erum við komin í skömmina. Ef að hann er að segja þetta þá hlýt ég að hafa gert eitthvað sem ég þarf að skammast mín fyrir. En hann er frekar að hugsa: „Líður þér nógu vel með þetta og getur þér liðið betur?““

Tobba endaði með að fara í greiningu, sem hún er mjög þakklát fyrir í dag. Hún opnar sig um allt ferlið og fleira í spilaranum hér að ofan.

Horfðu á þáttinn með Tobbu í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda
Hide picture