fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Missti tilfinningu í fingrum og þurfti skurðaðgerð eftir of mikið álag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 21. október 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og rithöfundurinn Tobba Marinósdóttir djúsaði yfir sig.

video
play-sharp-fill

Tobba er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún rak Granólabarinn um árabil í stamstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis en mæðgurnar seldu staðinn nýlega. Aðdáendur safanna og sykurlausa gúmmelaðsins þurfa þó ekki að örvænta en mægðurnar hófu nýverið samstarf við veitingastaðinn Lemon.

Það er óhætt að segja að athafnakonan hafi gefið sig alla í staðinn. Hún keyrði sig út í vinnu og endaði í skurðaðgerð og með spelkur vegna álags. Hún útskýrir málið nánar í þættinum.

„Það var ótrúlega mikið að gera, ég var á djúsvélinni en strákurinn sem var djúsari hjá mér var í fríi. Ég leysti hann af á þessari blessuðu djúsvél, akkúrat í þeim mánuði þar sem var langmest að gera. Hefðum þurft að vera bæði á þessari bévítans djúsvél,“ segir Tobba kímin.

Hún segir að hún hafi ekki áttað sig á að verkirnir hafi tengst vinnunni, þar sem þeir komu aðeins fram á næturnar.

„Ég byrjaði að vakna á næturnar í sturluðum krampa og þá festist höndin [í kló]. Ég var föst í 20 mínútur með sturlaða taugaverki. Ég reyndi að fara í heitt bað og nudda höndina og var bara öskurgrenjandi í sturtu nótt eftir nótt. Það var ekkert sem ég gat gert fyrr en krampinn gekk yfir.“

Tobba fer yfir alla sólarsöguna í spilaranum hér að ofan, en hún endaði með að þurfa skurðaðgerð og er nýfarin að fá tilfinningu í fingurna aftur.

Hún ræðir nánar um granólaævintýrið, ADHD-greininguna og gönguna frá Frakklandi til Spánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Hide picture