fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Missti tilfinningu í fingrum og þurfti skurðaðgerð eftir of mikið álag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 21. október 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og rithöfundurinn Tobba Marinósdóttir djúsaði yfir sig.

video
play-sharp-fill

Tobba er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún rak Granólabarinn um árabil í stamstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis en mæðgurnar seldu staðinn nýlega. Aðdáendur safanna og sykurlausa gúmmelaðsins þurfa þó ekki að örvænta en mægðurnar hófu nýverið samstarf við veitingastaðinn Lemon.

Það er óhætt að segja að athafnakonan hafi gefið sig alla í staðinn. Hún keyrði sig út í vinnu og endaði í skurðaðgerð og með spelkur vegna álags. Hún útskýrir málið nánar í þættinum.

„Það var ótrúlega mikið að gera, ég var á djúsvélinni en strákurinn sem var djúsari hjá mér var í fríi. Ég leysti hann af á þessari blessuðu djúsvél, akkúrat í þeim mánuði þar sem var langmest að gera. Hefðum þurft að vera bæði á þessari bévítans djúsvél,“ segir Tobba kímin.

Hún segir að hún hafi ekki áttað sig á að verkirnir hafi tengst vinnunni, þar sem þeir komu aðeins fram á næturnar.

„Ég byrjaði að vakna á næturnar í sturluðum krampa og þá festist höndin [í kló]. Ég var föst í 20 mínútur með sturlaða taugaverki. Ég reyndi að fara í heitt bað og nudda höndina og var bara öskurgrenjandi í sturtu nótt eftir nótt. Það var ekkert sem ég gat gert fyrr en krampinn gekk yfir.“

Tobba fer yfir alla sólarsöguna í spilaranum hér að ofan, en hún endaði með að þurfa skurðaðgerð og er nýfarin að fá tilfinningu í fingurna aftur.

Hún ræðir nánar um granólaævintýrið, ADHD-greininguna og gönguna frá Frakklandi til Spánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Hide picture