fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Segir að þetta viðtal hafi markað tímamót og verið upphafið að endinum

Fókus
Föstudaginn 20. október 2023 09:36

Viðtalið er mjög umdeilt í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að söngkonan Britney Spears er að gefa út ævisögu sína. Bókin kemur út þann 24. október næstkomandi en fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað um hverja bombuna á eftir annarri úr bókinni. Til dæmis um þungarrof sem Britney fór í þegar hún var á föstu með söngvaranum Justin Timberlake og hvers konar fíkniefni voru í uppáhaldi hjá henni þegar hún djammaði sem mest.

Sjá einnig: Önnur bomba frá Britney – Viðurkennir framhjáhald og staðfestir að Justin hafi hætt með henni á ósmekklegan máta

Í bókinni opnar Britney sig um umdeilt viðtal og segir að það hafi markað ákveðin tímamót í lífi hennar og leitt hana niður dimma braut.

Fjölmiðlakonan Diane Sawyer tók umrætt viðtal við söngkonuna árið 2003. Í dag er viðtalið, sem og hegðun Sawyer, verulega umdeilt. Fjölmiðlakonan spurði fjölda nærgöngulla og óviðeigandi spurninga, meðal annars um nýleg sambandsslit Britney og Justin Timberlake. Aðdáendur hafa líkt viðtalinu við yfirheyrslu.

„Veistu, ef ég fengi tækifæri til að skjóta Britney Spears, þá myndi ég gera það“

„Þetta var niðurlægjandi,“ segir Britney um viðtalið í bókinni.

Söngkonan var á þeim tíma aðeins 21 árs. „Ég fékk ekki að vita spurningarnar fyrir fram og þær voru niðurlægjandi. Ég var líka á allt of viðkvæmum stað á þessum tíma til að fara í svona viðtal.“

„Ég vildi ekki deila einhverju persónulegu með heiminum. Ég skuldaði ekki fjölmiðlum að deila smáatriðum um sambandsslitin. Þau hefðu ekki átt að neyða mig að tala um þetta í sjónvarpinu, neydd til að gráta fyrir framan þessa ókunnugu konu.“

Eitt af mest sjokkerandi augnablikum viðtalsins var þegar Sawyer sýndi Britney myndband af þáverandi eiginkonu ríkisstjóra Maryland segja: „Veistu, ef ég fengi tækifæri til að skjóta Britney Spears, þá myndi ég gera það.“

Britney var í áfalli að sjá þetta en Sawyer tók upp hanskann fyrir eiginkonu ríkisstjórans.

Markaði tímamót

Söngkonan segir að þetta viðtal hafi markað ákveðin tímamót í lífi hennar og leitt hana að dimmu brautinni sem heimurinn fylgdist æstur með henni fara niður.

„Þetta viðtal braut mig, það var eins og það hafi verið slökkt á einhverju. Ég fann eitthvað koma yfir mig, einhverja neikvæða orku og ég fann mig breytast, næstum eins og í varúlf, í vonda manneskju.“

Þrátt fyrir alla gagnrýnina hefur Sawyer hvorki beðist afsökunar né tjáð sig opinberlega um málið.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“