fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Áhrifavaldur og fimm barna móðir lést skyndilega

Fókus
Föstudaginn 20. október 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir eftir að Raechelle Chase, áhrifavaldur og fimm barna móðir, lést skyndilega á dögunum. Hún var 44 ára.

Raechelle var með 1,4 milljónir fylgjenda á Instagram og veitti fjölmörgum einstaklingum innblástur með myndböndum sínum og færslum.

Raechelle keppti meðal annars í fitness en sjálf var hún einstæð móðir og veitti hún fylgjendum sínum innsýn í krefjandi líf sitt. Hún starfaði meðal annars sem fyrirsæta og þá var hún með fyrirtæki þar sem hún tók skjólstæðinga sem vildu koma sér í betra form í fjarþjálfun.

Raechelle var þekkt í Nýja-Sjálandi enda varð hún fyrsta konan þaðan til að taka þátt í hinni virtu keppni Olympia sem fram fer í Bandaríkjunum.

„Hún studdi okkur ávallt og gat alltaf gefið okkur góð ráð,“ segir elsta dóttir hennar, Anna Chase.

Raechelle eignaðist börnin fimm með fyrrverandi eiginmanni sínum, Chris Chase, en þau skildu árið 2015. Hann var síðar dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnamisferli.

Eftir skilnaðinn skrifaði hún grein í tímaritið Stuff þar sem hún hvatti konur sem eru í eitruðum samböndum að hafa sig á brott. Segist hún hafa öðlast meira sjálfstraust eftir að hún hætti í sínu sambandi og það hafi reynst hárrétt ákvörðun á sínum tíma.

Dánarorsök liggur ekki fyrir fyrr en eftir að krufning hefur farið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt