fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Sláandi „fyrir og eftir“ myndir af Pútín sagðar sanna þrálátan orðróm

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 2. október 2023 20:59

Hefur Pútín látið krukka eitthvað í andlitinu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár hafa verið kjaftasögur á kreiki um að Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hafi gengist undir ýmsar fegrunaraðgerðir.

Þetta byrjaði allt fyrir um tólf árum síðan, þegar Vladimír Pútín ávarpaði rússnesku þjóðina á landsfundi flokks síns, Sameinaðs Rússlands, í desember 2011. Áhorfendur tóku eftir mikilli útlitsbreytingu hjá Pútín, sem þá var 58 ára, sem virtist skyndilega laus við bauga og hrukkur.

Pútín árið 2007

Pútín árið 2007.

Pútín árið 2011

Pútín árið 2011.

Þó svo að rússneskir fjölmiðlar veigruðu sér frá því að fjalla um útlit hans, þá varð rússneska orðið fyrir bótox eitt vinsælasta leitarorðið á Twitter dagana þar á eftir.

Pútín árið 2001

Pútín árið 2015

Eins og fyrr segir forðuðust rússneskir fjölmiðlar að fjalla um málið en sama er ekki hægt að segja um breska fjölmiðla. Þeir ræddu við sérfræðinga sem sögðu það ekki fara á milli mála að Pútín hafi leitað til lýtalæknis, hann hefur þó aldrei viðurkennt það opinberlega.

Rætt við sérfræðinga

The Telegraph birti „fyrir og eftir“ myndir af honum, sama má segja með aðra miðla, til að sýna breytinguna og komu með ýmsar getgátur um hvað hann hafi látið gera.

Hann virðist hafa látið fylla undir augun.

Breski fjölmiðillinn The Sun ræddi við lýtalækni árið 2019 og fékk hann til að meta – út frá myndum – hvað Pútín hefur látið gera. Hann sagðist telja að 66 ára forsætisráðherrann væri búinn að fara í augnlyftingu, láta fylla í kinnarnar, hökuna og undir augun, og fengið bótox.

Mynd/The Sun

Lýtalæknirinn tók það fram að þetta virtust vera mjög vel heppnaðar fegrunaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu