fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fókus

Tobba skildi eftir skömm og sektarkennd á Jakobsveginum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og granóladrottningin, Tobba Marinósdóttir, kom á dögunum heim eftir lærdómsríka ferð þar sem hún gekk hundrað kílómetra frá Frakklandi til Spánar.

video
play-sharp-fill

Tobba er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Fyrir rúmlega viku síðan var athafnakonan stödd einhvers staðar á milli Frakklands og Spánar. „Við löbbuðum frá Pyrenees fjöllunum í Frakklandi yfir til Spánar. Þetta voru fjórir göngudagar, hundrað kílómetrar samtals,“ segir hún.

Jakobsstígurinn er 800 kílómetrar í heildina og langar Tobbu að halda áfram með gönguna þegar tækifæri gefst.

Aðsend mynd.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo, fór með hópnum og leiddi þær í gegnum upplifunina.

„Svo byrjuðum við fyrsta daginn að labba, fjórtán ólíkar konur sem þekktust mismikið. Allar hressar konur sem vilja ganga hratt og tala mikið,“ segir hún og lýsir fyrstu áskoruninni.

„Í anda pílagríma á maður að fara aðeins inn á við [í göngunni] og hugsa út í sín mál. Margrét […] sagði við okkur: „Góðu konur. Við leggjum alltaf af stað klukkan hálf níu og fyrsta klukkutímann göngum við í þögn.““

Tobba viðurkennir að þetta hafi vissulega verið áskorun en segir að konurnar hafi fengið verkefni alla morgna. Fyrsta morguninn áttu þær að hugsa um þakklæti. Hún hélt að það yrði ekkert mál en þegar hún var búin að hugsa um allt sem hún var þakklát fyrir og kíkti á klukkuna, sá hún að það voru 55 mínútur eftir.

„Þá þarf maður að fara aðeins dýpra. Þá kemur alvöru vinnan,“ segir Tobba.

Stórkostleg upplifun

Tobba tileinkaði sér núvitund í göngunni.

„Ég þurfti að vanda mig mikið að fara ekki bara að hlaupa og vera ekki bara: „Ómægod, ég er komin í hvíldarpúls.“ Mjög ólíkt mér en ég hlustaði ekki á hljóðbók eða tónlist. Tók ekkert upp símann, þetta fjarlægðist einhvern veginn og var ekki valmöguleiki. Ég tók kannski myndir en engin af okkur eiginlega hlustaði á neitt. Þú ert að horfa á einhverja ótrúlega sveppi sem þú hefur aldrei séð og snigla og hlusta á brjálaðan fuglasöng og mæta alls konar fólki. Þetta var stórkostlegt, ég get ekki beðið eftir að klára gönguna,“ segir hún.

Mynd/Instagram @tobbamarinos

Skildi eftir skömm

Konurnar voru hvattar til að skilja eitthvað eftir á Jakobsveginum. Tobba ákvað að skilja eftir skömm og sektarkennd.

„Af því að ég var alltaf með samviskubit yfir öllu. Samviskubit yfir að sinna börnunum ekki nóg, og ef ég sinnti þeim þá var ég með samviskubit yfir að vera ekki að sinna einhverju öðru. Svo var ég með samviskubit yfir að vera með samviskubit. Þetta var allt komið í einhvern keng. Maðurinn var alltaf að segja við mig að samviskubit væri ekki eðlilegt ástand,“ segir hún.

Tobba segir að þáttur af hlaðvarpinu Kvíðakastið um skömm hafi hjálpað henni.

„Ég fór mikið að hugsa um margt sem ég hef gert sem ég er ekki ánægð með, eins og hvernig ég hef komið fram við einhvern. Það er oft drifið af skömm. Ég er kannski tilætlunarsöm við einhvern í fjölskyldunni og það tengist því að ég vil svo mikið að mér gangi vel eða viðkomandi gangi vel. Þetta er allt til að koma í veg fyrir að eitthvað skammarlegt gerist. Þannig ég ákvað að skilja eftir skömm og sektarkennd eftir á Jakobsveginum.“

Í þættinum opnar Tobba sig einnig um ADHD-greininguna, endalok Granólabarsins og margt annað. Horfðu á hann hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin

Opinbera neyðarlínusímtalið þegar Gene Hackman og Betsy Arakawa fundust látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif

Andlát þeirra nú talið dularfullt – Lík hennar þegar byrjað að rotna og pillur á dreif
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls

Staðreyndin sem Steinunn áttaði sig á í veikindum Stefáns Karls
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði

Dómarar í áfalli og áhorfendur köstuðu næstum því upp yfir rosalegu atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar

Þungarokkssveitin Sepultura með kveðjutónleika í N1 höllinni í sumar
Hide picture