fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Stal frá fjölskyldunni og seldi sig til að fjármagna neysluna – „Þetta gjörbreytti mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 10:04

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stal frá fjölskyldu minni. Síðan var ég með fólki sem var með efni. Ég var líka komin á þann stað að ég seldi mig.“

Segir íslensk kona um hvernig hún hafi fjármagnað neysluna. Hún segir sögu sína í þættinum Lífið á biðlista. Gunnar Ingi Valgeirsson kom af stað samnefndu átaki fyrir stuttu og er þetta annað viðtalið í herferð hans gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun.

Sjá einnig: Íslenskur karlmaður segir að hann hafi þurft að ljúga til að bjarga lífi sínu – „Ég var víst ekki nógu geðveikur“

Í þættinum ræðir hann við konu sem hann kallar X.

„Ég var bara komin í krakkneyslu og var líka eitthvað að reykja oxy,“ segir hún um neysluna.

„Það var eiginlega þannig, eins og í síðasta sinn sem ég fór á Vog var ég búin að hringja mjög mikið og það var ótrúlega langur biðlisti. Það var einhvern veginn enginn séns að koma mér inn á stuttum tíma. Eins og foreldrar mínir voru að reyna að hringja eins og þeir gátu og vinnuveitandi foreldra minna var líka að pressa á það. Á þeim tíma gat ég ekki hætt, það var ekki séns fyrir mig að hætta. Ég reyndi að vera edrú en fíknin var sterkari.“

„Þetta var orðið ógeðslegt“

X segir að hún hafi verið komin á botninn. „Ég var einhvers staðar og síðan fékk ég að fara heim til foreldra minna og sofa, kannski borða eitthvað og fara í sturtu og svo var ég farin út aftur,“ segir hún.

„Það var oft reynt að setja mér einhver mörk en ég átti mjög meðvirka foreldra sem leyfðu mér að koma. Þetta var orðið ógeðslegt og tilfinningin að vita ekki hvar þú ert að fara að sofa í kvöld er mjög ógnvekjandi.“

Konan segir að hún hafi verið farin að fjármagna neysluna með því að stela frá fjölskyldu sinni og selja sig. „Það er furðulegt að líta til baka og sjá hvernig maður var því ég tengi lítið sem ekkert við þessa mannaeskju. Það verður svo rosalega mikið persónuleikabreyting. Ég á ekkert sameiginlegt með þessari manneskju í dag. Þetta gjörbreytti mér og bara öllum mínum viðhorfum, gildum og siðferði. Skaðinn sem ég olli mínu nánasta fólki er gífurlegur.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum