fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Guðrún segist hafa áreiðanlegar heimildir að geimverur hafi mætt á Snæfellsnes árið 1993

Fókus
Fimmtudaginn 19. október 2023 09:33

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Alkastið settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Wiium niður með Guðrúnu Bergmann og ræddu við hana um heima og geima. Guðrún hefur um árabil verið áberandi í íslensku samfélagi sem frumkvöðull, lífsstílsráðgjafi, uppreisnarseggur og almenn heilsuvera.

Spjallið hófst á umræðu úr öðrum heimi, nánar tiltekið á heimsókn vera úr öðrum heimi til Íslands árið 1993, en þá höfðu verur af öðrum heimi boðað komu sína á Snæfellsnes. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað til þess að verða vitni að opinberuninni, en því miður, létu geimverurnar ekki sjá sig meðal almennings. Guðrún hefur það hins vegar eftir áreiðanlegum heimildum að geimverur hafi mætt á svæðið en út af umstangi og uppþoti í kringum mannskapinn sem hafði safnast þarna saman hafi þær aðeins opinberað sig fyrir fáum útvöldum.

Heimsóknir af þessu tagi eru hins vegar langt því frá að vera nýjar af nálinni. Í mörg þúsund ár hafa verur úr öðrum heimum lagt leið sína til Jarðarinnar og birst mannkyninu í alls kyns myndum. Allt frá tímum Forn-Egypta eru heimildir fyrir heimsóknum og samskiptum við verur frá öðrum heimum. Flestar þessara vera koma hingað til Jarðarinnar í friðsamlegum tilgangi en það er alls ekki algilt. Til eru hryllingssögur af fólki sem segist hafa verið brottnumið af geimverum og meðhöndlað eins og ómerkileg tilraunadýr.

Guðrún Bergmann.

En furðuverurnar koma ekki aðeins utan úr geimnum, heldur býr hér á Jörðinni kynstofn sem kallaður hefur verið eðlufólkið. Þetta er lítill og lokaður hópur „fólks“ sem hefur það fyrir markmið að sölsa til sín peninga og völd í þeim tilgangi að ná heimsyfirráðum. Kóngafólk Evrópu og aðrir innvenslaðir hópar hafa oft verið nefndir í þessu samhengi. Í því samhengi barst talið að Klaus Schwab og Bill Gates sem Guðrún, Gunnar og Arnór telja klárlega vera foringja eðlufólksins hér á jörðinni. Það undarlega gerðist í upptöku þessa þáttar var að um það leiti sem foringjarnir voru nefndir á nafn í tengslum við eðluflokkinn slökknuðu allar myndavélar á sér og því vantar myndefni síðasta hálftímann eða svo. Myndefnið er tekið upp á hefðbundna iPhone síma og grunur leikur á að flokkurinn hafi greiðan aðgang að hljóðnemum allra nettengdra tækja og alkoritminn lesi umfjöllun sem þessa sem hreina ógn við útfærslu hinnar miklu endurræsingar. Hljóðupptakan hélst þó heil til enda viðtalsins enda tekin upp á lokaðri hljóðrás sem eðlufólkið hefur engan aðgang að.

Kenningar Dr. Steven Greer voru mikið ræddar í þessum þætti en Dr. Greer heldur því fram að næsta sviðsetta ógn mannkyns verði innrás utan úr geimnum þar sem veruleg fólksfækkun verði útfærð í sjálfri innrásinni og þar eftir algjör yfirtaka svokallaðra djúpríkis globalista sem í áratugi hafa legið í skuggum stórríkja og skipulagt hina miklu yfirtöku sem mun knúa öll ríki heims í algjört gjaldþrot. Flokkurinn mun þá stíga inn og taka völdin með algjörum breytingum á allri samfélagsgerð og hagkerfi, ein stjórn sem vaktar allt og stjórnar öllu útfrá nýjum lagabókstöfum.

Eða eins og foringinn Schwab segir “þú munt ekkert eiga en þú munt vera hamingjusamur.“

Ef geimverur og eðlufólk voru ekki nógu spennandi barst talið að fyrirbærinu “veiða og sleppa”. Guðrún, sem er með áratuga reynslu af laxveiði, staðhæfði að löxum sem væri sleppt eftir að hafa barist fyrir lífi sínu væru meira og minna laskaðir af áfalli og geta ekki fjölgað sér í kjölfarið. Endurræsingin mikla, alheimssamsæri tæknirisa og University of small planets.

Allt þetta og meira til í viðtalinu sem finna má á öllum helstu streymisveitum eða hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð