fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Nýskilin Sophia Bush og fótboltastjarnan Ashlyn Harris nýtt par

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2023 09:00

Ashlyn Harris og Sophia Bush.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Sophia Bush og fótboltastjarnan Ashlyn Harris eru að slá sér upp saman.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá fregnunum og segist Page Six hafa fengið þetta staðfest úr mörgum áttum.

Þær eru báðar tiltölulega nýskildar. Sophia Bush sótti um skilnað frá Grant Hughes í ágúst, eftir rúmlega árs hjónaband. Ashlyn Harris sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Ali Krieger, í september eftir fjögurra ára hjónaband.

Þær hafa verið vinkonur í mörg ár og samkvæmt heimildum People fóru þær á fyrsta stefnumótið fyrir nokkrum vikum.

Mynd/Instagram

Mynd af nýja stjörnuparinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en það var kanadíski leikmaðurinn Selenia Iacchelli sem birti myndina fyrst á samfélagsmiðlum.

„Þetta er mjög nýtt en þær eru klárlega par,“ sagði heimildamaður Page Six.

Frá pallborðsumræðunum.

Bush, 41 árs, og Harris, 37 ára, komu báðar fram í pallborðsumræðum á auglýsingarhátíð Cannes Lions í júní og segja heimildarmenn Page Six að þá hafi kviknað neistar á milli þeirra. Hvorugar hafa tjáð sig opinberlega um málið en heimildamaður People segir að þó svo að Harris hafi sótt um skilnað í september þá hafi hún og Ali búið í sitthvoru lagi síðan í sumar.

Harris á tvö börn með eiginkonu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“