fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Segir fólk með ADHD einmana þótt það sé umkringt fólki

Fókus
Þriðjudaginn 17. október 2023 17:00

Einmana kona í mannfjölda/Wikimedia-Mike Wilson/Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson almannatengill og markþjálfi ritar í dag grein á Vísi þar sem hann ræðir meðal annars flókið samspil einmanaleika og ofvirkni og athyglisbrests, ADHD. Hann segjist þekkja þetta viðfangsefni af eigin raun og vill með greininni auka skilning ættingja og vina þeirra sem glíma við ADHD og hjálpa til við að lýsa veg þessa hóps frá einmanaleikanum og hjálpa honum, þ.e. þeim hluta hans sem ekki hefur þegar gert það, að átta sig á ADHD-huga sínum.

Steindór, sem sjálfur er með ADHD og hefur kynnt sér það mjög vel, hefur grein sína á að lýsa þeim einmanaleika sem oft bærist innra með fólki með ADHD:

„Við sem erum með ADHD líður oft eins og við séum týnd og ein en samt í iðandi mannfjölda. Hringiður hugsana, orku sprungur og einstakur taktur hugans getur óvart búið til veggi, fjarlægt okkur frá ástvinum okkar, samstarfsfélögum og samferðafólki. Þessi einangrun er ekki viljandi. Það er fylgifiskur taugafræðilegrar fráviks sem einkennir ADHD heila okkar. Rannsóknir benda á tengsl ADHD og félagslegrar einangrunar og leggja áherslu á mikilvæga þörf fyrir skilning og íhlutun.“

Steindór segir að þótt hið ytra ástand í kringum þau sem glíma við ADHD geti verið rólegt einkennist hugurinn oft á sama tíma af miklum óróa. Þessi þversögn þurfi að skilja:

„Í villandi þögn lognsins magnast innri raddir okkar og skapa sjálfskapað neyðarástand, óróa sem fjarlægir okkur enn frekar frá tengslum og stuðningi. Það er því ótrúleg þversögn því sterka og úrræðagóða frammistaða okkar undir álagi er algjör andstæða við innri óreiðu sem skapast í ró þegar allir aðrir eru rólegir. En hér er leiðarljósið – að skilja þessa þversögn er fyrsta skrefið í átt að því að brúa gjá einmanaleikans og auka skilning aðstandenda, vina og samstarfsfólks.“

Steindór segir huga einstaklinga með ADHD ekki bara búnt af áskorunum heldur „uppistöðulón ónýttra möguleika og einstakra styrkleika.“ Á grunni þessa viðmiðs varpar hann fram ráðleggingum til þeirra sem eru með ADHD:

Kynntu þér núvitund: Taktu þátt í núvitundaræfingum. Það hjálpar til við að temja ofgnótt hugsana, koma skýrleika og auka tengsl við sjálfan sig og aðra.

Settu raunhæf markmið: Skiptu stærri markmiðum niður í viðráðanlega bita. Það dregur úr yfirþyrmingu og heldur fókusnum ósnortnum, ýtir undir tilfinningu fyrir árangri og tengingu.

Leitaðu stuðnings: Ekki hika við að biðja um aðstoð!. Byggja upp stuðningsnet sem skilur gangverk ADHD og veitir hvatningu og innsýn.

Skildu ADHD völundarhús huga þíns: Fjárfestu tíma til að skilja blæbrigði ADHD huga þíns. Þekking um einstaka ADHD kosti og galla er styrkjandi og hjálpar til við að búa til persónulegar aðferðir til að takast á við verkefni lífsins og áskoranir okkar í daglegu lífi.

Nýttu þér styrkleika þína: Viðurkenndu og beislaðu eðlislæga ADHD styrkleika þína. Hvort sem það er sköpunargleði, getu til að leysa vandamál eða seiglu, notaðu þessa styrkleika sem stoðir stuðnings og vaxtar.“

Það taki á að eiga ástvin með ADHD

Steindór er í grein sinni einnig með ráðleggingar um hvernig best er fyrir ættingja og vini að umgangast fólkið í lífi þeirra sem glímir við ADHD. Hann hvetur í fyrsta lagi til þekkingaröflunar og vísar þar til dæmis til námskeiða ADHD-samtakanna. Steindór hvetur einnig ættingja og vini þeirra sem eru með ADHD til að sýna þolinmæði en ekki vera hrædd við að tjá eigin líðan. Það sé þó ekki sama hvernig það er gert:

„Þolinmæði er lykillinn. Opnaðu samskiptaleiðir, gerðu þitt besta að tryggja tvíhliða samtal, efla skilning og gagnkvæman vöxt. Ekki gleyma að sinna þér líka því það tekur svo sannarlega á að vera okkur sem erum með ADHD til staðar. Vil að þú vitir að við metum það en eigum stundum erfitt að segja það.“

Steindór hvetur ættingja og vini til sýna aðlögunarhæfni og sveigjanleiki í nálgunum sínum við þau sem eru með ADHD. Það stuðli að stuðningi, skilningi og gagnkvæmri virðingu.

Hann segir þekkingu, skilning og samkennd lykilinn að því að hjálpa þeim sem eru með ADHD út úr völundarhúsi einmanaleikans:

„Í hinum flókna heimi ADHD gæti einmanaleiki virst sem óvelkominn félagi. En mundu að leiðin að tengingu, skilningi og stuðningi er upplýst með þekkingu, samkennd og gagnkvæmum vexti. Saman siglum við þessa ferð, rjúfum múrana og byggjum brýr skilnings og tengsla. Útgangurinn úr völundarhúsinu er í sjónmáli og heimurinn handan er fullur af hlýju tengsla, gleði vináttu og faðmlagi skilnings.“

„Við með ADHD erum miklar tilfinningaverur og þegar við erum reið erum við BRJÁLUÐ en þegar við elskum þá ELSKUM við af ÖLLU hjarta, Við erum í eðli okkar miklar félagsverur, en með margar raddir í hausnum okkar og oft á tíðum með brotna sjálfsmynd að við virðumst vera einfarar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina