Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Heiðrún Finnsdóttir fór í svuntuaðgerð og brjóstalyftingu í byrjun september. Hún segir frá aðgerðinni og bataferlinu í Fókus, spjallþætti DV.
Sjá einnig: Sárt að enginn axli ábyrgð á andláti föður hennar – „Ef þetta væru einstaklingar þá væru þeir í fangelsi“
Heiðrún fór í aðgerðina í byrjun september síðastliðinn en hana hafði lengi dreymt um að fara í hana. Hún var næstum því búin að hætta við aðgerðina vegna óviðkomandi aðstæðna en ákvað að láta sjö ára drauminn rætast.
„Strax og ég vaknaði eftir aðgerðina þá sá ég ekki eftir því,“ segir hún.
Heiðrún lýsir augnablikinu þegar hún sá brjóstin í fyrsta skipti eftir aðgerð. „Það var bara geggjað móment, ég stóð bara: Vá! Eiga þau að vera svona hátt uppi!“ segir hún og hlær.
Hún fer nánar út í aðgerðina, hvernig hún fer fram og hvað henni hefur þótt hjálpa sér mest í bataferlinu í spilaranum hér að ofan.
Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.
Fylgstu með Heiðrúnu á Instagram. Hún hefur verið dugleg að deila ferlinu með fylgjendum og ræddi það nánar í Story á Instagram fyrr í dag.