Ævisaga söngkonunnar Britney Spears, The Woman in Me, er rétt ókomin út og bíða margir spenntir og aðrir stressaðir. Faðir hennar og fyrrum lögráðamaður hennar í rúman áratug, Jamie Spears, segist ekki óttast útgáfu bókarinnar og segist hreinlega ekki ætla að lesa hana.
Sjá einnig: Óttast ekki bókina og ætlar ekki að lesa
Fregnir bárust hins vegar um að fyrrum kærasti Britney, söngvarinn Justin Timberlake, væri stressaður fyrir bókinni og samkvæmt nýjustu fréttum virðist það hafa átt við rök að styðjast.
Dailymail greinir frá því að í bókinni segir Britney frá því að hún hafi orðið ófrísk að barni þeirra Timberlake, þá aðeins 19 ára gömul. Hafi hún tekið tilfinningaþrungna ákvörðun um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu), þar sem Timberlake sagðist ekki vera tilbúinn fyrir föðurhlutverkið.
Britney og Timberlake voru saman á árunum 1999-2002, þegar þau voru 18-21 árs.
Bókin kemur út 24. október , en kaflar úr bókinni voru sendir í kynningarskyni á People.
Sjá einnig: Britney útskýrir loksins hvers vegna hún snoðaði sig og lét öllum illum látum – „Ekki fleiri lygar“
Um þungunina segir Britney: „„Þetta kom á óvart, en fyrir mig var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo mikið. Ég bjóst alltaf við því að við myndum eignast fjölskyldu einn daginn. Þetta var bara að gerast miklu fyrr en ég bjóst við.
Hann sagði að við værum ekki tilbúin að eignast barn, að við værum allt of ung. Ég er viss um að fólk mun hata mig fyrir þetta, en ég samþykkti að fara í þungunarrof (fóstureyðingu). Ég veit ekki hvort það var rétt ákvörðun. Ef ég hefði þurft að taka ákvörðunina ein, þá hefði ég ekki farið í þungunarrof (fóstureyðingu). Justin var svo viss um að hann vildi ekki verða faðir þá.“
Britney segir að þungunarrofið (fóstureyðingin) sé „eitt það sársaukafyllsta sem ég hef upplifað á ævinni.“
Heimildarmaður greindi PageSix frá því að Timberlake væri „mjög forvitinn hvað hún mun segja frá sambandi þeirra. Það er að stressa hann.“
„Bókin er loksins tækifæri fyrir Britney til að segja sögu sína og ekkert annað en það,“ sagði einn heimildarmaður bókaútgáfunnar og sagði að í bókinni væri enginn einstaklingur tekin niður með neinum hætti.
Eftir að parið hætti skyndilega saman árið 2002 komu fljótlega upp sögusagnir um að hún hefði haldið framhjá honum. Var kynnt undir þeim með næstu lögum hans og plötum að Britney hefði hryggbrotið hann. Í tónlistarmyndbandinu við lagið Cry Me A River árið 2002 var tvífari Britney.