fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Will Smith bregst við opinberun eiginkonunnar

Fókus
Mánudaginn 16. október 2023 08:35

Will og Jada Pinkett Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Will Smith hefur brugðist við sprengjunni sem eiginkona hans, Jada Pinkett Smith, varpaði í síðustu viku en þá tilkynnti Jada að hún og Smith hefðu skilið að borði og sæng fyrir sjö árum.

Jada sagði jafnframt að hún og Smith væru ekki að íhuga lögskilnað en þó enn að finna út hver framtíð hjónabands þeirra væri.

Sjá einnig: Sprengju-opinberun hjá stjörnuhjónunum – Allt í steik á bak við tjöldin og 7 ára leyndarmál dregið fram í dagsljósið

Jada gaf út ævisögu sína á dögunum þar sem ýmislegt áhugavert kemur í ljós. Hún talar um erfiðleika sína á unglingsárunum í Baltomire, þunglyndi sem hún upplifði eftir að hún missti einn sinn besta vin, rapparann Tupac, og sjálfsvígshugsanir sem hún hefur upplifað í seinni tíð.

Smith skrifaði bréf til eiginkonunnar, eftir að hann las bókina, sem var lesið upp í hlaðvarpsþætti Jay Shetty um helgina.

„Ef ég hefði lesið þessa bók fyrir 30 árum hefði ég örugglega knúsað þig oftar. Ég skal byrja á því núna,“ sagði hann og bætti við að hann elskaði hana endalaust.

Smith tjáði sig einnig um ævisöguna við New York Times á dögunum og sagði að bókin hefði verið ákveðin vakning fyrir hann. Jada hefði „lifað meira á brúninni“ en hann taldi og hún hafi sýnt það og sannað með bókinni að hún sé sterkari og klárari en hann taldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“