Það er gott að búa í Kópavogi sagði fyrrum bæjarstjóri. Höfuðstöðvar DV eru í Kópavogi og það er allavega gott að starfa þar. Af því tilefni tókum við saman dýrustu einbýlishúsin í Kópavogi sem eru á sölu í dag samkvæmt fasteignavef DV. Hér er miðað við ásett verð, en ekki fermetraverð.
Sjá einnig: Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ
Asparhvarf 17E – 159.800.000 kr.
Húsið er 236,7 fm, þar af bílskúr 27,6 fm, byggt árið 2005. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, svefnherbergi, geymslu og þvottahús á neðri hæð. Á efri hæð er svefnherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi, baðherbergi og stór stofa sem skiptist í setustofu með arinn og eldhús/borðstofu/setustofu. Aukaíbúð skiptist í svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og búr og þvottahús. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Bæjartún 13 – 179.900.000 kr.
Húsið er 268,5 fm, þar af bílskúr 25,4 fm, byggt árið 1984. Húsið, sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni, er á tveimur hæðum og er aukaíbúð á neðri hæð. Húsið skiptist í forstofu, holl sjónvarpsrými, stofu með arinn, borðstofu og sólstofu með útgengi út á sólpall, eldhús, þvottahús, þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi á efri hæð. Á neðri hæð er íbúð sem skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö svefnherbergi, stofu og baðherbergi. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Brekkuhvarf 24 – 185.000.000 kr.
Húsið er 247,6 fm, byggt árið 2000. Húsið skiptist í forstofu, hol, dagstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús og stofu. Sólstofa er á samþykktum teikningum og eru röralagnir fyrir gólfhita fyrir hendi ásamt niðurfalli fyrir heitan pott. Í því sem er teiknað sem bílskúr er útleiguíbúð sem skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Hesthús um 60 fm stendur á lóðinni, í því eru fjórar stíur og er þar rúmt um átta hesta og auk þess er þar hnakkageymsla og salerni auk geymslulofts. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Hlíðarhjalli 16 – 189.000.000 kr.
Húsið er 270,5 fm, þar af bílskúr 26,6 fm, byggt árið 1989. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í anddyri, stofu og borðstofu, eldhús og baðherbergi á efri hæð. Á neðri hæð er hol með útgengi út á sólpall með heitum potti og geymsluskúr, hjónaherbergi, tvö svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi með sauna, þvottahús með útgengi út í garð með þvottasnúrum og geymsla. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Kópavogsbraut 20 – 229.000.000 kr.
Húsið er 295,1 fm, þar af bílskúr 43,5 fm, byggt árið 1955. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús og þvottahús á neðri hæð, útgengt er frá stofu og borðstofu út á verönd. Á efri hæð eru fimm svefnherbergi og baðherbergi, gengt út á suðursvalir frá hjónaherbergi og vestursvalir frá tveimur svefnherbergjum. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.