fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Svona eru stjörnumerkin í rúminu

Fókus
Sunnudaginn 15. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem stjörnumerkin segja um okkur og þó þau fræði séu ekki algild og fullkomin eru þau alltaf skemmtileg aflestrar.

Hér fyrir neðan má lesa um kynlíf stjörnumerkjanna.

Sporðdreki (23. október til 21. nóvember)

Sporðdrekinn er stjörnumerkið sem býr yfir mestu kynorkunni og kynlönguninni. Hann getur haldið áfram og áfram og er mjög ákafur. Kynlíf með Sporðdrekanum er reynsla sem þú gleymir ekki auðveldlega.

Kynörvunarsvæði Sporðdrekans eru kynfærin. Öll merkin örvast þar, en Sporðdrekinn þarf aðeins létta snertingu til að komast í stuð. Njóttu ferðarinnar!

Bogmaður (22. nóvember til 21. desember)

Bogmenn eru ævintýragjarnir og spennandi, kynlíf á ströndinni eða upp á þaki er eitthvað sem þeir sækjast í. Bogmaðurinn lifir í núinu og einnar nætur kynni eru vanalega eina sambandið sem hann er opinn fyrir. Hann er samt fær um ást og trúnað, en aðeins einstök manneskja og djúp ást mun ná honum í varanlegt samband.

Kynörvunarsvæði Bogmannsins er innra lærið, léttir kossar og snerting þar fær þá til að spóla af fullnægju.

Steingeit (22. desember til 19. janúar)

Kynlíf með Steingeit er lostafullt og stendur lengi yfir. Hún hefur úthald og getur fullnægt lengi. Steingeitin er ekki fyrir einhverjar trylltar stellingar en það sem hún gerir er óvenjulegt. Hún elskar að elska og njóta ástar og er því ekki mikið fyrir einnar nætur kynni.

Kynörvunarsvæði Steingeitar eru fæturnir. Kitlur, kossar og strokur fyrir aftan hné og hún mun ekki láta þig í friði!

Mynd/Pexels

Vatnsberi (20. janúar til 18. febrúar)

Kynlíf með Vatnsbera er skemmtilegt og spennandi. Kynlífið er leikur hjá honum og þeir eru hrifnir af hvatvísi og „sjorturum“. Ástríða og rómantík er ekki svo mikilvæg fyrir Vatnsberann. Haltu tilfinningunum í skefjum í bólinu með Vatnsbera, af því að hann gæti orðið leiður á þér fljótlega.

Kynörvunarsvæði Vatnsbera eru kálfar og ökklar.

Fiskar (19. febrúar til 20. mars)

Vertu tilbúin í hlutverkaleiki! Fiskar eru mjög kynferðislegir og kynlíf er nánast trúarlegt í þeirra huga. Fiskurinn elskar að tæla makann og er mjög líkamlegur í bólinu. Ef þú ert opinn fyrir því, klæddu þig upp fyrir hlutverkaleiki því með Fiskinum er það einstök upplifun.

Kynörvunarsvæði Fisksins eru fæturnir og tærnar. Ef þú ert til í það, mun það að sjúga á þeim tærnar færa þá fram yfir brúnina!

Hrútur (21. mars til 19. apríl)

Hrúturinn elskar að ráða í rúminu og vera ofan á! Hrúturinn tekur stjórnina í sínar hendur og elskar að gera hlutina hratt og vel. Hann getur orðið harðhentur, þannig að vertu viðbúinn.

Kynörvunarsvæði Hrúts eru fyrir ofan háls. Leiktu við hárið á þeim, blástu í eyru þeirra og nartaðu í þau. Hrútur fílar nartið.

Naut (20. apríl til 20. maí)

Ástríða er aðalmálið hér. Naut skortir fjölbreytni í rúminu, en bætir fyllilega upp fyrir það með ástríðufullum ástarleikjum, sem taka langan tíma! Úthald Nautsins getur enst langt fram á nótt.

Kynörvunarsvæði Nauts er hálsinn, kysstu það þar og Nautið bráðnar í höndunum á þér.

Tvíburar (21. maí til 20. júní)

Tvíburinn er mjög viljugur og er til í tuskið hvenær og hvar sem þú vilt! Tvíburinn er handfylli og það tekur á að halda í við hann. Ef þú ert ekki reiðubúinn í þá áskorun, ekki eyða þínum tíma eða tíma Tvíburans. Að reyna nýja hluti og halda kynlífinu fersku mun byggja dýpra kynferðislegt samband.

Kynörvunarsvæði Tvíburans eru hendur og handleggir. Kysstu lófana á þeim og sleiktu á þeim fingurna, þú sérð ekki eftir því.

Mynd/Pexels

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Krabbinn er afar líkamlegur og lostafullur elskhugi. Krabbinn elskar að tæla öll skilningarvitin. Hann kveikir á kertum, dreifir rósablöðum og stríðir þér með forleik sem allt leiðir til samfara. Krabbinn getur verið íhaldssamur, en er tilbúinn að reyna nýja hluti með réttum aðila.

Kynörvunarsvæði Krabbans eru brjóst og brjóstkassi. Krabbinn elskar að láta narta og gæla varlega við geirvörturnar.

Ljón (23. júlí til 22. ágúst)

Ljónið elskar ástríðufulla ástarleiki sem taka langan tíma. Ljónið elskar að snerta og vera snert, nudd spilar mikilvægt hlutverk í forleiknum. Ljónið er ekkert mikið fyrir fjölbreytni, en það er best í því sem það gerir og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

Kynörvunarsvæði Ljónsins er bakið. Nuddaðu Ljónið, knúsaðu það eða klóraðu og það mun hlýða þér í einu og öllu.

Meyja (23. ágúst til 22. september)

Meyjan er minnst kynferðislega stjörnumerkið af þeim öllum. Það þýðir ekki að hún fíli ekki kynlíf, heldur að hún er meira tilbaka og alls ekki fyrir einnar nætur kynni. Þú þarft að taka þér tíma með Meyjunni, en tíminn sem þú verð í hana verður virði ástríðunnar sem hann mun leiða í ljós.

Kynörvunarsvæði Meyjunnar er maginn, kysstu og snertu létt til að kveikja á ástríðum hennar.

Vog (23. september til 22. október)

Kynlíf með Vog er draumi líkast. Það er heillandi og líkamlegt. Vogin er ekki fyrir subbulegt kynlíf, þannig að ekki búast við miklu í aftursætinu í bílnum á stefnumóti, það mun ekki gerast.

Kynörvunarsvæði Vogarinnar er mjóbakið. Létt nudd þar mun setja stemninguna. Léttar klípur eða rassskellur munu hafa sömu áhrif, en hafðu samt hemil á þér, Vogirnar fíla ekki allar það sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“