fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Nanna Elvars kveður niður algengar mýtur um hreyfingu og næringu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 15. október 2023 20:00

Nanna Björk Elvarsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn Nanna Björk Elvarsdóttir kveður niður algengar mýtur um hreyfingu og mataræði.

1. Þú fitnar af kolvetnum

„Þetta er ekki rétt þó rosalega mikið af fólki trúir þessu ennþá. Þú fitnar ekki af kolvetnum. Þú fitnar af því að borða of margar kaloríur.“

2. Til að missa fitu af maganum þarftu að gera kviðæfingar

„Þetta er ekki rétt. Kviðæfingar þjálfa kviðvöðvana og staðbundinn fitumissir er ekki til. Við getum ekki ráðið því hvar líkaminn missir fitu og hvar ekki.“

3. Ef þú svitnar mikið á æfingu þá tókstu góða æfingu

„Auðvitað getur verið að þú svitnir mikið á góðri æfingu en bara það að þú svitnir mikið þýðir ekki að þú hafir tekið góða æfingu. Sviti er leið fyrir líkamann til að kæla sig niður. Ekki mælikvarði á hvað þú brenndir mikið eða stóðst þig vel á æfingu.“

4. Þú fitnar meira af mat sem þú borðar seint á kvöldin

„Það skiptir engu máli hvað klukkan er þegar þú borðar. Ef þú borðar of margar kaloríur þá fitnarðu, ef þú borðar ekki jafn margar kaloríur þá fitnarðu ekki, sama hvað klukkan er.“

5. Það eru til ákveðnar matvörur sem láta líkamann brenna líkamsfitu eins og eplaedik og sellerí

„Nei… Ég hef eiginlega ekkert meira að segja en nei,“ segir hún hlæjandi.

@nannaelvarsfitness5 mýtur um hreyfingu og mataræði♬ Storytelling – Adriel

Fylgstu með Nönnu á Instagram og TikTok. Hún deilir reglulega alls konar fróðleik tengdum hreyfingu og næringu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Í gær

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband