fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Sárt að enginn axli ábyrgð á andláti föður hennar – „Ef þetta væru einstaklingar þá væru þeir í fangelsi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 14. október 2023 09:00

Heiðrún Finnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég finn ekki mikla reiði. Ég hins vegar finn að ég er rosalega sár að enginn sé að axla ábyrgð,“ segir Heiðrún Finnsdóttir. Hún missti föður sinn og stjúpmóður í bifhjólaslysi á Kjalarnesi þann 28. júní 2020.

video
play-sharp-fill

Finnur Einarsson, 54 ára, og Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, 53 ára, voru á mótorhjóli sem lenti á húsbíl á vegarkafla á Vesturlandsvegi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga í lok júní 2020. Vegarkaflinn var nýlagður og flugháll, það kom í ljós að efnið í veginum hafi verið vitlaust blandað. Gallaða klæðningin var enn svo hál að sjúkrabíll sem kom á vettvang rann út af veginum.

Sjá einnig: Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

„Manna fyrstur til að hvetja mann áfram“

Heiðrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um föðurmissin, tildrög slyssins og eftirmála þess.

Hún lýsir pabba sínum og segir að hann hafi verið hennar helsti stuðningsmaður.

„Pabbi var manna fyrstur til að hvetja mann áfram. Hann var stórkostlegur karl, með stóran persónuleika, mikinn hlátur og svartan húmor,“ segir hún.

„Síðast þegar ég vissi voru þrír með réttarstöðu sakbornings og málið var sent til saksóknara sem sagði að það hafi ekki verið rannsakað nógu vel svo það var sent aftur til lögreglunnar í rannsókn,“ segir hún og bætir við að hún viti ekki alveg nákvæmlega hvar málið stendur núna.

„Það er rosalega erfitt að fara þangað, maður tekur tarnir þar sem maður er að ýta á eftir þessu og hugsa um þetta. En svo er líka rosa gott að stíga frá því og geta aðeins andað og unnið úr sorginni.“

„Þetta fólk er ennþá starfandi“

„Ég finn ekki mikla reiði. Ég hins vegar finn að ég er rosalega sár að enginn sé að axla ábyrgð. Þarna er slys, það er mjög bersýnilegt hverjum það er að kenna. Það eru tveir verktakar, stórir verktakar. […] Þetta fólk er ennþá starfandi, ennþá stórir risar, búnir að valda tveimur manndrápum og ef þetta væru einstaklingar þá væru þeir í fangelsi, eða eitthvað svona, þeir væru ekki ennþá að leggja malbik,“ segir Heiðrún og bætir við að henni þyki mjög skrýtið að Vegagerðin hafi verið látin rannsaka sjálfa sig.

Hún ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan.  Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Fylgstu með Heiðrúnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Hide picture