fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Þumalputtaregla Heiðrúnar varðandi mataræði er ekki vinsæl – „Svo einföld að fólk vill ekki sætta sig við hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. október 2023 12:58

Heiðrún Finnsdóttir/Instagram @heidrunfinnsdottir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn Heiðrún Finnsdóttir segir að þumalputtaregla hennar varðandi hollt mataræði sé einföld en alls ekki vinsæl.

video
play-sharp-fill

Heiðrún er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún byrjaði að hreyfa sig árið 2014 og þá var ekki aftur snúið. Í kjölfarið fékk hún mikinn áhuga á næringu og öllu því sem tengist heilbrigðu líferni.

Heiðrún segir að þumalputtaregla hennar varðandi mataræði sé einföld en hvorki vinsæl né auðveld.

„Þetta getur ekki verið svona einfalt hugsar fólk, en [hún] er mjög einföld: Borðaðu mat,“ segir Heiðrún.

„Fólk flækir þetta rosalega fyrir sér, hvað er matur? Matur er eitthvað sem þú finnur í náttúrunni. Það er ekki búið til, það er ekki mikið unnið, eitthvað í eins náttúrulegri mynd og þú getur hugsað þér […] Eins og egg, óunnar kjötvörur, óunnar mjólkurvörur, grænmeti, ávextir, hnetur og fræ. Þetta er allt saman matur. Kjötbúðingur og beikon, það er ekki matur. Þetta er spari, þetta er rusl og við borðum það kannski einu sinni í viku en ekki mikið oftar.“

Hún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan og ræðir einnig um ketó mataræðið.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Fylgstu með Heiðrúnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Hide picture