fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Óttast ekki bókina og ætlar ekki að lesa

Fókus
Föstudaginn 13. október 2023 11:57

Britney Spears og Jamie Spears. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir söngkonunnar Britney Spears segist ekki óttast útgáfu æviminninga hennar. Eins og margir vita var faðir söngkonunnar, Jamie Spears, lögráðamaður hennar í rúman áratug eftir að hún var svipt fjárræði eftir að hafa farið í mikla geðhæð, en söngkonan glímir við geðhvörf. Það tók mörg ár og harða baráttu aðdáenda sem og stuðningsmanna Britney til að fá henni frelsið að nýju og kann Britney fjölskyldu sinni litlar þakkir fyrir afskiptasemina í gegnum árin, en hún hafi verið fullfær til að fara með eigin málefni en hafi engu að síður verið þvinguð til lúta stjórn annarra nánast allan sinn fertugsaldur.

Bókin ber titilinn Konan í mér, eða The Woman In Me. Er talið að þar muni Britney fara ófögrum orðum um föður sinn. Hún hefur þegar sakað hann opinberlega um að hafa ýkt veikindi hennar til að hafa af henni fjárráðin sem hann hafi svo nýtt til að fjármagna sinn eigin lúxuslífstíl. Lét hann koma fyrir getnaðarvarnarlykkju í söngkonunni til að koma í veg fyrir að hún gæti átt fleiri börn, bannaði henni að ganga í hjónaband, og sagði henni hvenær og hvort hún mætti vinna.

Eins hefur áður komið fram að faðir Britney hafi ekki verið til staðar í æsku hennar. Hann glímdi við áfengisvanda og virtist lítinn áhuga hafa á föðurhlutverkinu þar til dóttir hans var orðin stórstjarna og glímdi við erfiðleika. Lögmaður Britney, Matt Rosengart, segir að Jamie hafi stolið hundruð milljóna af dóttur sinni á meðan hann var lögráðamaður hennar.

TMZ greinir nú frá því að Jamie kvíði ekki útgáfu bókarinnar. Hann hafi engan áhuga á að vita hvernig mynd birtist þar af honum þar sem hann hafi verið viðstaddur allt sem gerðist og viti sjálfur hver sannleikurinn er, alveg sama hvað dóttir hans segir. Bókin er væntanleg þann 24. október.

Feðginin eiga ekki gott samband í dag. Nýlega þurfti Jamie að dvelja á sjúkrahúsi sökum alvarlegrar sýkingar. Þurfti hann að undirgangast aðgerð og dvelja á sjúkrahúsi vikum saman. Britney hafði ekki fyrir því að svo mikið sem hringja í föður sinn í gegnum þessi veikindi og er talið að hún muni aldrei fyrirgefa honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“