Hér er átt við hinn sívinsæla drykk kaffi en fjölmargir TikTok-notendur hafa tjáð sig um þetta. Breskur skurðlæknir, Dr. Karan Rajan, hefur meira að segja hellt olíu og eldinn og sagt að vísindin staðfesti þetta.
Ástralski fréttamiðillinn News.com.au greinir frá og birtir til dæmis myndband frá TikTok-notandanum @Alexx sem segir að fullnægingin verði um 50% kröftugri. Julia Grandoni, sem er með 474 þúsund fylgjendur á miðlinum, segist hafa skellt í sig þremur skotum af kaffi áður en hún stundaði kynlíf. Kynlífið hafi verið hreint ólýsanlegt.
Karan Rajan, sem heldur einnig úti vinsælli TikTok-síðu, segir að rannsóknir bendi til þess að koffín geti haft jákvæð áhrif á kynlífið. Ýmislegt bendi til þess að fullnægingarnar hjá konum verði kröftugri.
Koffín víkki út æðarnar, sé þess neytt í miklu magni, og stuðli þannig að auknu og betra blóðflæði í vefi líkamans. Það eitt og sér geti svo stuðlað að kröftugri fullnægingu en ella.