fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Fókus

Lasse Hallström leikstýrir þáttaröð byggðri á þríleik Ragnars

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 11:33

Lasse Hallström og Lena Olin Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun leikstýra þáttaröðinni The Darkness, sex þáttaröð, sem byggð er á þremur bókum Ragnars Jónassonar. Verkefnið er samstarfsverkefni CBS Studios, Stampede Ventures og Truenorth og munu tökur hefjast á Íslandi seinna á þessu ári. 

The Darkness eru byggðar á þremur bókum Ragnars um lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur, Dimma (e. The Darkness), Drungi (e. The Island) og Mistur (e. The Mist). Óttar M. Norðfjörð rithöfundur skrifar handrit tveggja þátta. „Virkilega spennandi verkefni og heiður að fá að vinna með slíku toppfólki á öllum vígstöðvum,“ segir Óttar um verkefnið.

Sænska leikkonan Lena Olin mun leika Huldu, en Olin á að baki myndir eins og Enemies, A Love Story, Hunters, Chocolat, The Artist’s Wife, Hilma. Hallström hefur leikstýrt Chocolat, What’s Eating Gilbert Grape, Hilma og eins og sjá má þá sameina þau krafta sína aftur núna. 

Hollywood Reporter greinir frá. The Darkness er byggt á metsölubókum Ragnars Jónassonar og fjalla um  Huldu Hermannsdóttur rannsóknarlögreglukonu þar sem hún rannsakar átakanlegt morðmál á meðan hún tekst á við eigin persónuleg áföll. Þegar hún stendur frammi fyrir því að vera látin hætta störfum fyrir aldur fram og neydd til að taka að sér nýjan starfsfélaga, er Hulda staðráðin í að finna morðingjann, jafnvel þótt það þýði að að hún stofni eigin lífi í hættu, eins og segir í söguþræði þáttanna.

The Darkness er skrifað af Sam Shore (Mystic CBBC) og er Ragnar yfirframleiðandi (e. executive producer). Þættinum verður dreift utan Íslands af Paramount Global Content Distribution.

„Með The Darkness styrkir CBS Studios skuldbindingu sína til að segja grípandi sögur með óvenjulegum hæfileikum fyrir framan og aftan myndavélina,“ segir Lindsey Martin, yfirmaður í alþjóðlegri samframleiðslu og þróun hjá CBS Studios. „Teyminu tókst að búa til hugsjónaríkt, knýjandi, glæpadrama á ensku úr heillandi skrifum  Jónassonar og við erum spennt að sjá þessa spennandi þáttaröð lifna við á skjánum.“

John-Paul Sarni, yfirmaður alþjóðlegs efnis og IP-kaupa hjá Stampede, sagði: „Ragnar Jónasson skapaði ótrúlega persónu í Huldu sem við erum himinlifandi með að gera að veruleika með hinni óviðjafnanlegu Lenu Ólínu. Skrif Sam Shore á seríunni eykur enn á leyndardóminn sem mun halda áhorfendum spenntum.“

„Ragnar Jónasson er orðinn samheiti norrænnar dulúðar og Huldu bókaflokkurinn er snjall og grípandi heimur sem við erum spennt að skoða sem úrvalssjónvarpsdrama, og að vinna með hæfileikafólki eins og  Lasse Hallström og Lenu Olin,“ segir Kristinn Þórðarson, yfirmaður kvikmynda og sjónvarps hjá Truenorth.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem hann hefði viljað segja við móður sína sem hann myrti fyrir 35 árum

Það sem hann hefði viljað segja við móður sína sem hann myrti fyrir 35 árum
Fókus
Í gær

Kom reiður til baka í skólann eftir margra ára einelti – „Ég beitti ofbeldi margoft“

Kom reiður til baka í skólann eftir margra ára einelti – „Ég beitti ofbeldi margoft“
Fókus
Í gær

Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“

Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“
Fókus
Í gær

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“

Stolt af því að dóttir hennar sængaði hjá 158 háskólanemum á tveimur vikum – „Hún er lukkuleg svo ég er lukkuleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum
Er ástin nóg?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir þú við kynlífstækið þegar gamanið er búið?

Hvað gerir þú við kynlífstækið þegar gamanið er búið?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu sætasta innbrotsþjóf landsins brjótast inn í Ormsson – „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður“

Sjáðu sætasta innbrotsþjóf landsins brjótast inn í Ormsson – „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“

Atvikið sem allir eru að tala um: Kidman virtist ýta Hayek í burtu – „Ekki snerta mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“