fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Íslenskur karlmaður segir að hann hafi þurft að ljúga til að bjarga lífi sínu – „Ég var víst ekki nógu geðveikur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 09:58

Skjáskot/YouTube - Lífið á biðlista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður lýsir því hvernig hann þurfti að kaupa lyf á götunni til að ganga í gegnum afeitrun heima hjá sér til að komast fyrr inn á Hlaðgerðakot, en á þeim tíma hafði hann beðið mánuðum saman eftir plássi á Vogi.

Maðurinn segir sögu sína í nýjum þáttum, Lífið á biðlista. Gunnar Ingi Valgeirsson kom af stað samnefndu átaki á dögunum og birtist fyrsta viðtalið í dag.

„Fólk getur lent í því að bíða allt að níu mánuði eftir plássi í afeitrun á Vogi. En ekki allir lifa þann tíma af […] Næstu vikur mun ég birta viðtöl við einstaklinga sem bæði hafa reynslu af því að bíða svona lengi eftir afeitrun og einstaklinga sem bíða enn. Og ég spyr: Ætti afeitrun ekki að vera sjálfsagður hluti af okkar heilbrigðiskerfi?“ segir Gunnar Ingi í myndbandi á Instagram.

Gunnar Ingi. Skjáskot/YouTube

Gat ekki hætt en langaði að hætta

„Ég var kominn á botninn,“ segir maðurinn, sem er kallaður X. Það er búið að blörra andlit hans og breyta röddinni í myndbandinu til að tryggja nafnleynd hans.

X segir að hann hafi verið hættur að fá það sem hann vildi úr vímunni og að samviskan hafi verið farin að „éta“ hann.

„Ég gat ekki hætt, langaði samt að hætta. Ég var að taka allt of stóra skammta því ég var ekki alveg manneskjan til að þora að kála mér. Ég tók stundum of stóra skammta og vonaðist til að ég myndi ekki vakna aftur. Þetta var bara orðið það hræðilegt, ég veit ekki, bara sótsvart,“ segir hann.

„Ég er náttúrulega búinn að vera í þessu síðan ég var 12-13 ára.“

„Ég var víst ekki nógu geðveikur“

X segist áður hafa farið í meðferð en aldrei náð að klára.

„Búinn að drulla alveg upp á bak […] Síðan hringdi ég á Vog og það var svaka bið. Það var sagt bara: „Já það verður hringt í þig.“ Það var aldrei hringt. Ég fór niður á geðdeild þrisvar sinnum, en ég var víst ekki nógu geðveikur til að komast inn.

Ég var bara svona í ástandi að ég meikaði ekki að fara að spila einhverja svona leiki. Þú þarft að vera korter í að hengja þig í snörunni til að komast þarna inn. Sannleikurinn er sá að manneskja sem myndi gera það myndi ekki segja það.“

Löng bið og lokaðar hurðar alls staðar

X segist hafa verið andlega búinn á því, langað að verða edrú, en hvergi komist inn.

„Ég talaði við Hlaðgerðakot og þau sögðu að það væru 100 manns á biðlista. Ég hélt áfram að hringja og þau bentu mér á að ef ég kæmist í afeitrun þá kæmist ég fljótar inn,“ segir hann. Móðir hans hélt áfram að hringja fyrir hann, en hann segir ekki alla svo heppna að búa að slíku stuðningsneti.

Eftir þriggja mánaða bið ákvað X að grípa til eigin ráða. Hann vissi að ef hann lyki afeitrun kæmist hann fyrr að hjá Hlaðgerðakoti en biðin eftir innlögn á Vogi var löng. Hann ákvað því að afeitra sig sjálfur heima og keypti lyfið Suboxone, sem er viðhaldslyf við morfín neyslu, á svörtum markaði.

„Ég þurfti að ljúga að Hlaðgerðakotri að ég væri í afeitrun. Ég þurfti að redda mér afeitrunarlyfum af götunni. Ég þurfti að vera heima að éta Suboxone,“ segir hann.

Ættu að komast fleiri að í afeitrun

Þeir X og Gunnar Ingi nefna í þættinum að starfsemin á Vogi sé undirfjármögnuð og að mikil þörf sé á fleiri plássum í afeitrun.

X er í tólf spora samtökum og segir fullt af fólki þurfa að bíða í sex til sjö mánuði eftir viðeigandi aðstoð.

„Ein manneskja sem ég var með inni í meðferð núna er dáin. Þrjár manneskjur sem voru alveg nánar mér eru dánar, sem ég þekkti. Svo einhverjir kunningjar. Þetta er rosalegt,“ segir hann.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum