Smartland greinir frá því að hjónin hafi keypt húsið af lögfræðingnum Lilju Aðalsteinsdóttur og fjárfestinum Þór Haukssyni.
Í júlí var greint frá því að Gylfi og Alexandra væru búin að setja 1.400 fermetra lóð sína við Mávanes 5 í Garðabæ á sölu, þau keyptu umrædda lóð í júlí 2020 og var kaupverð 140 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins í sumar vonuðust hjónin eftir kaupverði upp undir 250 milljónum króna. Smartland greinir frá því að Molly ehf. hafi keypt lóðina. Eigandi einkahlutafélagsins er Albert Þór Magnússon, sem er einnig eigandi Lindex á Íslandi.
Sjá einnig: Gylfi Þór og Alexandra Helga selja Arnarneslóðina
Í ágúst seldu hjónin íbúðina sína í fjölbýlishúsi við Breiðakur í Garðabæ. Þau settu íbúðina á sölu 11. ágúst og var hún seld tæpri viku síðar. Ásett verð var 114,9 milljónir.
Sjá einnig: Gylfi og Alexandra seldu íbúðina í Breiðakri á örskotsstundu – Ásett verð tæpar 115 milljónir króna
Nýja heimili fjölskyldunnar er 409 fermetrar og á tveimur hæðum. Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið og sá Guðbjörg Magnúsdóttir innanhúsarkitekt um hönnun að innan.
Sjáðu myndirnar hér að neðan.