fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Sprengju-opinberun hjá stjörnuhjónunum – Allt í steik á bak við tjöldin og 7 ára leyndarmál dregið fram í dagsljósið

Fókus
Miðvikudaginn 11. október 2023 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin Jada Pinkett Smith og Will Smith hafa ekki veigrað sér við að ræða hjónaband sitt opinberlega, þá einkum kynlífið sitt. Svo opinská hafa þau verið um þessi mál að mörgum þótti nóg um. Meira að segja var farið að stað með undirskriftasöfnun þar sem biðlað var til hjónanna að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið.

Svo vakti það athygli þegar Will Smith löðrungaði grínistann Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni til að verja heiður konu sinnar. Því kemur eflaust mörgum á óvart að komast að því að hjónin hafa í raun verið skilin að borði og sæng síðustu sjö árin!

Jada opinberaði þetta í viðtali við People þar sem hún sagði að hún og Will hafi skilið að borði og sæng fyrir sjö árum síðan. Þau séu ekki að stefna á lögskilnað en það hafi þó reynst erfitt að vinna úr vandamálunum sem þau glíma við. Þau eru enn að finna út úr því hver framtíð hjónabandsins er.

„Árið 2016 vorum við orðin uppgefin á því að vera stöðugt að reyna að láta þetta ganga upp. Ég held að við höfum bæði verið föst í draumórum um það sem við töldum hinn aðilann vera.“

Jada viðurkennir að hún hafi íhugað að ganga alfarið frá skilnaði, en hún hafi þó ekki fengið sig til þess.

„Ég lofaði því á sínum tíma að það yrði aldrei tilefni fyrir okkur til að skilja. Við gætum komist í gegnum hvað sem er. Og ég hef ekki fengið að mér að svíkja þetta loforð.“

Jada segir að þegar löðrungurinn frægi bergmálaði um heiminn árið 2022 hafi hún og Will búið í sitthvoru lagi, enda skilin að borði og sæng til sex ára. Jada tekur sjálf fram að hún hafi í fyrstu talið að eiginmaður hennar og grínistinn hafi sviðsett árásina, en það kom flatt upp á hana að frétta að hér var blákaldur raunveruleikinn á ferð. Eins og margir muna þá brást Will illa við brandara sem grínistinn sagði um blettaskallann sem Jada glímir við. Sjálf hafði Jada átt í stormasömum samskiptum við grínistann um árabil og hafði í raun reiknað með því að hann myndi skjóta föstum skotum á hana í uppistandi sínu.  En þegar Will öskraði á hann að halda nafni konu sinnar úr kjafti sínum, rauk svo upp á svið og sló grínistann, þá hafi Jada brugðið.

„Þetta hlaut að vera sviðsett. En jafnvel þó þetta væri sviðsett þá skil ég ekki hvers vegna Will ætti að vera í uppnámi. Við höfðum búið í sitt hvoru laginu og vorum komin á Óskarinn sem fjölskylda en ekki sem hjón. En þegar ég heyri Will öskra „eiginkona“ í þessari ringulreið þá hugsaði ég með mér – Já auðvitað, ég er konan hans.“

Þarna áttaði Jada sig á því að þau væru enn gift og líklega best að fara að takast á við vandamálin. Hún hafi spurt mann sinn hvort hann væri í lagi eftir hátíðina áður en hún bent honum á að hann ætti ýmislegt óuppgert í lífinu. Hún myndi þó vera við hlið hans, þó svo að hann sjálfur þyrfti að taka slaginn.

Samvistarslitunum hafa haldið leyndu til þessa, en nú er Jada að gefa út æviminningar þar sem engu er haldið undan. Þar lýsir hún því að þegar hún varð fertugt hafi hún glímt við örvæntingu og þunglyndi. Að utan hafi líf hennar virst fullkomið. Hún hafi átt frábæra fjölskyldu, frægan eiginmann, lúxuslífstíl, frægð og ríkidæmi. En bak við tjöldin hafi hún glímt við drunga.

Jada var einnig í viðtali við NBC sem er væntanlegt síðar í þessari viku. Þar ræðir hún um samvistarslitin, en í stiklu fyrir þáttinn má fá smjörþefinn af umræðunni. Þar tók Jada fram að ekki væri um lögskilnað að ræða heldur skilnað að borði og sæng. Þau væru enn gift á pappírum en væru ekki í rómantísku sambandi. Þau hafi hingað til ekki verið tilbúin að deila því með öðrum að hjónabandið sé í uppnámi. Þau hafi viljað ákveða fyrst hvað þau vilja gera og erfitt að tilkynna fólki um skilnað þegar þau eru ekki alveg tilbúin að ganga alla leið og skrifa undir skilnaðarpappíra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“