fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Britney stöðvuð fyrir akstur án ökuréttinda og tryggingalaus

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 09:00

Britney Spears

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Britney Spears var stöðvuð af lögreglu þann 10. september síðastliðinn og kom í ljós að söngkonan var án ökuréttinda, samkvæmt réttargögnum sem Page Six hefur aflað.

Samkvæmt dómsgögnum var Britney ekki með gilt ökuskírteini meðferðis og einnig færði hún ekki sönnur á að ökutækið væri tryggt, býður hennar sekt upp á 1140 dali fyrir. Lögfræðingur hennar, Mathew Rosengart segir að þetta sé ekki rétt, söngkonan hafi bæði verið með ökuréttindi og tryggingu og líkir atvikinu við að hún hefði fengið stöðubrot. Hún hafi fengið ökuréttindi sín tilbaka eftir að hafa endurheimt sjálfræði sitt nokkrum mánuðum áður en eftirliti lögráðamanns með henni af aflétt í nóvember 2021.

Málið er fyrir dómi 24. október næstkomandi, sama dag og ævisaga hennar, The Woman In Me, kemur út. Hins vegar mun söngkonan ekki þurfa að mæta fyrir réttinn og getur einfaldlega gert sektina upp á netinu.

Bókarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en heimildamaður greindi PageSix frá því í síðasta mánuði að Britney hefði lítinn áhuga á að veita nein viðtöl vegna bókarinnar.

Atvikið sem hér um ræðir átti sér stað áður en umdeildur hnífadans Britney átti sér stað og útkall lögreglu á heimili hennar vegna atviksins. Lögreglan fór í svokallaða „velferðar-athugun“ eða wellness check eins og það heitir í Bandaríkjunum, sem felst í því að lögreglumenn fara á viðkomandi heimili, banka upp og staðfesta að viðkomandi einstaklingur sé ekki í hættu frá sjálfum sér og/eða öðrum.

„Einhver nákominn Britney hafði séð myndbandið birt á samfélagsmiðlum, þar sem hún dansar og snýst um með hnífa í höndunum, og þeir höfðu miklar áhyggjur af andlegri líðan hennar,“ sagði fulltrúi lögreglu um atvikið.

Sjá einnig: Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Sjá einnig: Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“