Um er að ræða týpuna „chunky-sole loafers“ sem kostar um 150 þúsund krónur á vefsíðu Farfetch.
Hins vegar breytist verðið eftir skóstærð. Skórnir eru dýrastir fyrir fólk í stærð 38, þá kosta þeir tæplega 200 þúsund krónur. Það er eflaust hægt að finna þá dýrari og jafnvel ódýrari á öðrum síðum
Prada-skórnir eru gífurlega eftirsóttir og þar sem verðmiðinn er ansi hár þá hafa netverslanir gert eftirlíkingar af vinsælu skónum, eins og netrisinn Asos.
Sunneva rokkaði skóna í nýlegu myndbandi þar sem hún grínaðist með að vera ekki „toxic“ heldur „toxique.“ En svo fengu skórnir að vera í aðalhlutverki sem forsíðumynd myndbands þar sem hún sýndi förðunarrútínuna sína.
Sunneva er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, hún er með rúmlega 57 þúsund fylgjendur á Instagram og 28 þúsund á TikTok. Hún er einnig raunveruleikastjarna og kemur fram í þáttunum LXS og Samstarf á Stöð 2. Auk þess er hún með hlaðvarpið Teboðið ásamt vinkonu sinni Birtu Líf Ólafsdóttur.
@sunnevaeinarsshowing up to set on a friday like 🍸>☕️♬ original sound – Léanne Ansar