fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Jafnvel þó þig langi í samband þá er þessi ótti við að vera særður á sama hátt mjög sterkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2023 11:00

Þórhildur Magnúsdóttir er nýjasti gestur Fókuss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir, verkfræðingur, jógakennari og sambandsráðgjafi, heldur úti vinsælu síðunni Sundur og saman á Instagram og býður upp á námskeið fyrir einstaklinga og pör.

video
play-sharp-fill

Hún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku og ræddi um opin sambönd, heilbrigð samskipti og margt annað.

Í þættinum fer hún yfir algengan vanda, óttann við að endurtaka gömul mistök í nýju sambandi. Hún útskýrir nánar og fer yfir hvers konar námskeið hún býður upp á í spilaranum hér að ofan.

„Það sem stoppar oft fólk frá því að fara í nýtt samband er óttinn við sömu mistökin og í síðasta sambandi. Kannski hafa þau verið særð, upplifað framhjáhald eða eitthvað. Jafnvel þó þig langi í samband þá er þessi ótti við að vera særður á sama hátt mjög sterkur. Með því að læra hvernig þú getur betur vitað hvað þú vilt og betur beðið um það, og komið í veg fyrir særindi áður en þau gerast bara með því að tala betur um það og vera mjög mikið með það á hreinu hvernig þú skapar gott samand, þá ertu betur búin og meira til í þetta. Stærsti parturinn af þessu námskeiði er að læra að díla við tilfinningarnar þinar, skilja hvað þær þýða og róa þig niður.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Einstaklingsnámskeiðið hennar Þitt er valið hjálpar öllum einstaklingum (óháð sambadsstöðu) sem vilja upplifa meiri hamingju í sambandi að rækta innri styrk og virðingu sem eru nauðsynleg til að skapa gott samband.

Á vefsíðunni hennar má einnig finna frítt örnámskeið í tjáningu fyrir þau okkar sem eiga stundum erfitt með að vita hvernig á að orða erfiða hluti við makann sinn og óttast að særa.

Fylgstu með Þórhildi á Instagram og skoðaðu námskeiðin sem hún býður upp á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Hide picture