fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Ásgrímur tók U-beygju í lífinu – „Ég hugsaði að þarna væri tækifærið til að láta þennan draum verða að veruleika“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2023 19:59

Ásgrímur Geir Logason er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgrímur Geir Logason er lærður leikari og heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Betri helmingurinn með Ása. Hann ákvað fyrir stuttu að láta gamlan draum rætast og læra hársnyrtinn.

Ásgrímur er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

video
play-sharp-fill

Ásgrímur er uppalinn í Smárahverfinu í Kópavogi. Hann lýsir sjálfum sér sem nokkuð stilltum og rólegum dreng sem æfði samkvæmisdans. Með aldrinum fór hann að hafa áhuga á söng og leiklist og setti fyrst stefnuna á tónlistarbransann.

Sú stefna breyttist á lokaári hans í Verzlunarskóla Íslands þegar kennari hvatti hann til að fara í prufur fyrir Listaháskóla Íslands. „Ég kýldi á það og komst miklu lengra en ég bjóst við,“ segir hann.

Tveimur árum síðar lá leið Ásgríms til Lundúna þar sem hann lærði leiklist við Rose Bruford-skóla.

Síðan þá hefur hann sinnt alls konar verkefnum, leikstýrt, kennt og ýmislegt fleira. Hann byrjaði með hlaðvarpsþættina Heitt á könnunni og Betri helmingurinn með Ása fyrir nokkrum árum sem hafa notið gífurlega vinsælda. En í haust ákvað hann að breyta um stefnu og láta gamlan draum rætast.

„Hárgreiðsla hefur alltaf blundað í mér. Ég hugsaði þetta þegar ég var að klára grunnskólann á sínum tíma en mig langaði þá svo mikið í Verzló, út af öllum þessum söngleikjum og öllu því, að ég fór þá leiðina,“ segir hann.

Skjáskot/Instagram

Rétti tíminn var núna

Ásgrímur sá að Hárakademían býður upp á hraðnám og ákvað að skrá sig.

„Þannig ég hugsaði að þarna væri tækifærið til að láta þennan draum verða að veruleika […] Svo er líka núna búið að stytta samninginn eftir skóla, þannig þetta var svona rétti tíminn til að taka þetta skref,“ segir hann og bætir við að með þessu sé hann einnig að búa til ákveðið öryggisnet fyrir sig og fjölskyldu sína.

„Það getur verið svolítið taugatrekkjandi að vinna í heimi þar sem ég stjórna ekkert alltaf ferðinni. Hvort sem það er að fá gesti í viðtöl, það hefur alveg komið fyrir að ég er bara mættur upp í stúdíó, síðan hringir síminn og [viðmælandi þarf að afbóka]. Þá fær maður bara panikk. Þetta er ótrúlega taugatrekkjandi umhverfi að vinna í, eins bara með leiklistina. Það er engan veginn mér háð, hvort ég fái hlutverk eða hvernig það gengur allt saman.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér að ofan.

Fylgdu Ásgrími á Instagram og hlustaðu á Betri helminginn með Ása hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Í gær

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“
Hide picture