fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Michael Jordan heldur áfram að skrá nafn sitt í sögubækurnar

Fókus
Miðvikudaginn 4. október 2023 17:00

Michael Jordan hætti körfuboltaiðkun í eitt og hálft ár og átti morðið á föður hans mikinn þátt í því. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Jordan, frá Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum, er talinn einn af bestum körfuboltamönnum allra tíma. Á ferli sínum vann hann til dæmis sex meistaratitla í NBA-deildinni með liði sínu Chicago Bulls og var valinn fimm sinnum „verðmætasti“ (e.most valuable player) leikmaður deildarinnar. Hann er í fimmta sæti á lista leikmanna sem hafa skorað flest í stig í sögu deildarinnar en deilir fyrsta sætinu með Wilt Chamberlain á listanum yfir flest stig skoruð að meðaltali í leik.

Þótt Jordan hafi lagt skónna endanlega á hilluna árið 2003 skráði hann sig nýlega enn á ný í sögubækurnar en þá varð hann fyrstu atvinnuíþróttamaðurinn til að komast á árlegan lista tímaritsins Forbes yfir 400 auðugustu menn Bandaríkjanna.

Jordan er í 379. sæti listans en hann komst á hann einkum vegna þess að hann seldi í júní síðastliðnum megnið af eignarhlut sínum í NBA-liðinu Charlotte Hornets. Jordan keypti liðið árið 2010 en á eftir söluna þó enn lítinn hlut í því.

Forbes metur andvirði eigna körfuboltagoðsagnarinnar á þrjá milljarða bandaríkjadollara (um 418 milljarðar íslenskra króna).

Jordan náði yfir milljarðs dollara múrinn árið 2015 að talsverðu leyti vegna samnings síns við íþróttavöruframleiðandann Nike, en einnig vegna ábata af samningum við fataframleiðandann Hanes, drykkjarvörufyrirtækið Gatorade, og fyrirtækið Upper Deck sem framleiðir kort með myndum af frægu íþróttafólki.

Jordan hefur þó ekki haldið þessum vaxandi auð sínum eingöngu fyrir sig og sína. Í tilefni af sextugsafmæli sínu fyrr á þessu ári gaf hann góðgerðarstofnuninni Make A Wish, sem uppfyllir óskir barna sem þjást af alvarlegum og þá yfirleitt banvænum sjúkdómum, 10 milljónir dollara (tæplega 1,4 milljarðar íslenskra króna). Það er hæsta framlag frá einstaklingi í 43 ára sögu Make A Wish.

Efstur á lista Forbes að þessu sinni er Elon Musk, eigandi meðal annars samfélagsmiðilsins X, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og forstjóri og einn helsti eigandi fyrirtækisins SpaceX sem sérhæfir sig í könnun himingeimsins. Forbes metur virði eigna Musk á 251 milljarða dala (34.979 milljarðar íslenskra króna). Næstur á eftir honum er Jeff Bezos, stofnandi netverslunarrisans Amazon, en eignir hans eru metnar á 161 milljarða dala (22.437 milljarðar íslenskra króna).

Samtals eru eignir allra einstaklinganna 400 á lista Forbes metnar á 4,5 trilljónir dollara (627 trilljónir íslenskra króna).

Það var CNN sem greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS