fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Finna ekki fyrir því að það sé rætt um þau í öllum kaffiboðum landsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. október 2023 19:59

Mynd/Instagram @sundurogsaman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir, sambandsráðgjafi og verkfræðingur, segir að hjónabandið hafi ekki breyst þegar hún byrjaði að ræða um opið samband þeirra á samfélagsmiðlum.

video
play-sharp-fill

Þórhildur heldur úti vinsælu síðunni Sundur og saman á Instagram og býður upp á námskeið fyrir einstaklinga og pör.

Hún var gestur í síðasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

Sjá einnig: Þórhildur komin í annað samband – Segir að hann og eiginmaðurinn nái vel saman

Þórhildur og maðurinn hennar hafa verið í opnu sambandi undanfarin sex ár en hún greindi ekki frá því opinberlega á samfélagsmiðlum fyrr en fyrir nokkrum árum. Óhefðbundið sambandsform þeirra vakti gríðarlega athygli en Þórhildur segir það ekki hafa haft áhrif á samband þeirra.

„Nei við fundum ekki fyrir neinum sértökum mun. Það kom mér pínu á óvart,“ segir hún.

„Það getur verið þannig að það sé rætt um okkur í öllum kaffiboðum landsins en við finnum ekkert fyrir því.“

Sjá einnig: Segir Íslendinga mjög áhugasama um opin sambönd

Hún útskýrir af hverju hún hafi ákveðið að vera opin með þennan hluta af lífi sínu.

„Ég fann hvað mér fannst gaman að gera þetta og ég fékk ótrúlega jákvæð viðbrögð frá fólki, þannig ég ákvað að stofna eigin miðil. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni, þá var ég ennþá í hagfræðinámi og það var ekki markmið að gera þetta að starfi, heldur var þetta áhugamál. Fyrstu tvö árin talaði ég ekkert um það að ég væri í opnu sambandi, enda var það ekki – og er ekki – markmiðið með síðunni.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustaðu á hann á Spotify.

Fylgstu með Þórhildi á Instagram og skoðaðu námskeiðin sem hún býður upp á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Hide picture