Hann hefur prófað ýmis konar mataræði, hann var grænkeri í nokkur ár og talaði fyrir plöntumiðuðum lífsstíl, hann skipti síðan um lið og varð kjötæta (e. carnivore) og snerti varla kolvetni.
Áhrifavaldinum er annt um heilsuna og ákvað að breyta matarvenjum sínum eftir að hafa hlustað á Dr. Peter Attia, sérfræðing í langlífi.
Beggi birti myndband á Instagram þar sem hann fór yfir hvað hann borðar á venjulegum degi sem „hybrid íþróttamaður, doktorsnemi og frumkvöðull.“
Hann segir að síðastliðin ár hafi hann fastað til hádegis og borðað aðeins tvær máltíðir á dag, en eftir að hafa heyrt Peter Attia segja að líkaminn geti aðeins innbyrt 50 grömm af próteini í einu, hafi hann ákveðið að breyta því í fjórar máltíðir á dag.
Það sem hann einblínir á í dag er að borða mikið af próteini og fitu. Hann byrjar daginn á próteinsjeik með kreatíni.
Hann fær sér síðan egg, kotasælu og avókadó í hádegismat.
Í eftirrétt fékk hann sér gríska jógúrt með ketó granóla.
Um fjögurleytið fékk hann sér tvö egg og próteinsjeik í millimál.
Í kvöldmat fékk hann sér steik, avókadó og egg.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
View this post on Instagram