fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Ísland keppir í Eurovision seinna undanúrslitakvöldið 11. maí

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 19:35

Þessir keppendur taka þátt í Söngvakeppninni í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Íslands mun keppa í fyrri hluta á seinna undanslitakvöldinu 11. maí í Liverpool Bretlandi. Í kvöld var athöfn í borginni þar sem borgarstjóri Túrín á Ítalíu, þar sem keppnin var haldin í fyrra, afhenti borgarstjóra Liverpool „lykilinn að Eurovision.“

Í kvöld var einnig greint frá því hvaða dag framlögin í ár keppa til undanúrslita, sem fara fram 9. og 11. maí. 31 lönd taka þátt og verða 20 valin, tíu hvort kvöld, til að keppa í lokakeppninni 13. maí. Fimm lönd eiga ávallt fast sæti á lokakvöldin: Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland, auk sigurvegara keppninnar árið á undan, sem í ár er Úkraína.

Framlag Íslands valið

Framlag Íslands verður valið laugardaginn 4. mars, en undanúrslitakvöldin verða 18. og 25. febrúar. Lögin tíu sem keppa í ár voru tilkynnt laugardagskvöldið 28. janúar síðastliðinn í sérstökum þætti á RÚV. Tvö lög fara áfram hvort undanúrslitakvöld og framkvæmdastjórn keppninnar áskilur sér rétt til þess að senda „Eitt lag enn“ í úrslit ef þeim svo sýnist. Það verða því annað hvort fjögur eða fimm lög í úrslitunum 4. mars. Hér má sjá framlögin í ár.

Lógó og slagorð Eurovision 2023

Breska ríkisútvarpið tilkynnti í morgun lógó og slagorð keppninnar í ár, sem á að endurspegla upprunalegan tilgang keppninnar; að sameina Evrópu. Slagorðið er United by Music, Sameinuð í tónlist, og í lógóinu, sem er hjartalaga hljóðstrengur, eru fánalitir gestgjafa í ár, Bretlands, og Úkraínu, sem vann keppnina í fyrra.

Lógó keppninnar í ár

Úkraína gat ekki haldið keppnina í ár vegna stríðsátaka þar í landi, en koma eigi að síður nálægt skipulagningu hennar og munu úkraínskir listamenn koma fram. Úkraína valdi framlag sitt í ár, Heart of Steel, þann 17. desember síðastliðinn, en undankeppninni Vidbir var sjónvarpað frá sprengjubyrgi undir Maidan torginu í Kyiv.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by BBC Eurovision (@bbceurovision)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“