Við erum öll orðin langþreytt á að bíða eftir vorinu og til að stytta biðina okkur ætlar Viaplay að bæta frábærum hasar- og ævintýramyndum við safnið hjá sér, með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Bullet Train með Brad Pitt verður aðgengileg 3. febrúar, Spider-Man 1 & 2 verða settar í loftið í dag 31. janúar og Spider-Man: No Way Home – More Fun Stuff 17. febrúar.
Hraðlestarferð gegnum Japan
Bullet Train með Brad Pitt er hasarmynd um seinheppna leigumorðingjann Ladybug, sem er staðráðinn í að fara að sinna vinnunni með „friðsælli“ hætti eftir að enn eitt verkefnið fer út af sporinu. En örlögin grípa í taumana og nýjasta verkefni Ladybug og leiða hann til móts við stórhættulega andstæðinga – allir með tengd en um leið ósamrýmanleg markmið – um borð í hraðskreiðustu lest í heimi. Síðasta stoppistöðin er bara byrjunin, í þessari hraðlestarferð í gegnum Japan sem verður aðgengileg á Viaplay 3. febrúar.
Spider-Man 1 & 2 eru sömuleiðis væntanlegar inn á Viaplay, 31. janúar. Þar er á ferðinni samtímaklassík með Tobey Maguire og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum og Spider-Man maraþonið verður síðan fullkomnað 17. febrúar, þegar Spider-Man: No Way Home – More Fun Stuff – verður bætt við á Viaplay. Þegar búið er að afhjúpa hver Spider-Man er í raun og veru leitar Peter aðstoðar hjá Doctor Strange. En þegar álög fara úrskeiðis fara hættulegir óvinir úr öðrum heimum að birtast og Peter uppgötvar hvað raunverulega felst í því að að vera Spider-Man.
No Way Home skartar Tom Holland, Zendaya og Benedict Cumberbatch og More Fun Stuff útgáfan inniheldur