fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Tóku viðtal við barnaníðing í hlaðvarpsþætti – „Finnst þér í lagi að senda tittlingamynd á 12 ára stelpu?“

Fókus
Mánudaginn 30. janúar 2023 14:00

Götustrákar hringdu í barnaníðing

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Í nýjasta þættinum fengu Götustrákarnir til sín umdeildan einstakling sem heldur úti Tiktok-reikningnum Barnaperrar exposed, þar sem, eins og nafnið gefur til kynna, er flett ofan af barnaníðingnum og þeir nafn- og myndbirtir. Aðferðafræðin er umdeild en sá sem stendur á bak við reikninga þar sem hann þykist vera börn undir lögaldri  á samfélagsmiðlinum Snapchat og þannig komist í samband við eldri einstaklinga, sem hafa illt í hyggju.

Sagði barnið hafa áhuga á slíkum myndum

Í viðtalinu er farið yfir þennan myrka afkima samfélagsins en stjórnandi reikningsins telur að níðingar á Íslandi séu mun fleiri en fólk gerir sér grein fyrir.

Þá eru lesin upp skilaboð og vinabeiðnir frá eldri mönnum á einn af reikningunum sem gefur sig út fyrir að vera 12 stelpa. Hringt er í þrjá aðila sem að eru spenntir að heyra í tólf ára stúlku og rætt stuttlega við þá.

„Finnst þér í lagi að senda tittlingamynd á 12 ára stelpu?“ spyr Bjarki einn meintan barnaníðing sem neitar því. Aðspurður hví hann hafi þá gert það segir viðkomandi að barnið hafi gefið í skyn að það væri áhuga á slíkum myndum frá eldri einstaklingi.

Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan en til þess að sjá þáttinn í heild sinni er hægt að kaupa áskrift á www.brotkast.is.

 

Gotustrakar
play-sharp-fill

Gotustrakar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Hide picture