fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fyrsta verkefni Stefáns Þórs í Japan var að taka á móti gestum Gucci – „Ég var farinn að þylja upp stafrófið afturábak til að drepa tímann“

Fókus
Laugardaginn 28. janúar 2023 11:00

Eitt af fyrstu verkefnu Stefáns Þór var að taka á móti gestum fyrir tískurisann Gucci.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég flutti til Tokyo í maí 2022.

Ég bjóst við því að fjölmennasta borg heims myndi taka mér fagnandi með partýbombum og rauðum dregli frá útgangi flugvélarinnar að úrvali tækifæra fyrir leikara eins og mig.

Ekkert annað í boði en að bera sig eftir björginni

En eins og margur hefur áður athugað þá er stórborgin ekki að bíða eftir þér – hún er ekki einu sinni meðvituð um þig.

Maður drukknar algjörlega í mannhafi fólks sem gengur í allar áttir með markmið í huga, á meðan stend ég kyrr í miðri hringiðunni og spyr mig hvort ég sé yfir höfuð á réttum stað.

Stefán Þór fjárfesti í svörum jakkafötum fyrir Gucci verkefni. Hann stóð grafkyrr, 12 tíma í senn.

Það kom nokkuð fljótt í ljós að ef ég ætlaði að finna tækifærin í Tokyo, þá yrði ég að bera mig eftir björginni.

Mitt fyrsta skref sem leikari í atvinnuleit var að fara á Facebook. Þar er hópur sem auglýsir verkefni og störf í skemmtanabransa Japans.

Ég fékk inngöngu og hóf leit.

Eftir nokkra daga fann ég verkefni sem ég taldi henta mér: íklæddur svörtum jakkafötum, að bjóða heiðursgesti Gucci velkomna á viðburð.

Ég sótti um og viti menn, ég var valinn!

Tyler og Stefán Þór þekkja báðir til samkeppninnar í Tókýó.

Eins og leyniþjónustumaður

Ég þurfti reyndar að kaupa mér svört jakkaföt og svarta skó því ég átti ekki þannig fyrir.

Það var svolítið súrt að eyða hluta óunninna launa í eitthvað sem ég hélt ég hefði lítil not fyrir en annað kom á daginn – svört jakkaföt eru nefnilega staðalbúnaður Tokyobúa.

Nokkrum dögum síðar mætti ég í vinnuna, klæddur eins og leyniþjónustumaður. 

Þetta litla verkefni fyrir Gucci var eitt erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér.

Grafkyrr í 12 tíma

Við vorum nokkrir saman í teymi sem tók á móti heiðursgestum Gucci í Japan en þau voru komin til að versla í sérútbúinni Gucci verslun þar sem meira að segja lyftan var klædd rauðum velúrstrendingum og stóru gylltu Gucci-merki.

Við unnum þrjá langa daga, 12 til 13 tíma á dag, og vörðum stærstum hluta þess tíma standandi grafkyrrir.

Það erfiða var ekki að sýna þjónustulund og fagmennsku í samskiptum við heiðursgestina, það var skemmtilegt, það sem var erfitt við verkefnið var einmitt að standa kyrr klukkutímum saman, stundum án þess að nokkur einasta manneskja þyrfti á þjónustu okkar að halda.

Ég var farinn að þylja upp stafrófið afturábak til að drepa tímann.

Eftir þessa upplifun, og djúpa nuddmeðferð á sárum fótum, ber ég nýfundna virðingu fyrir fólki í störfum sem krefjast kyrrstöðu; bílastæðaverðir, hótelbrytar, löggæsla og fleiri.

Tyler Toic er fyrirsæta í Japan. Það er heimur sem Stefán Þór er farinn að þekkja vel.

Annar fótgönguliði Gucci

Tyler Toic er gestur vikunnar í hlaðvarpinu Heimsendir.

Þessi langa inngangssaga tengir okkur saman því við kynntumst fyrst sem svartklæddir fótgönguliðar Gucci fjölskyldunnar.

Tyler er tónlistarmaður og fyrirsæta í Tokyo. Í þætti vikunnar ræðum við reynslu okkar af skemmtanaiðnaðinum, hæðum og lægðum, tónlistina og líf listamannsins í Japan.

Samtalið er á ensku en þó með ýmsar tengingar við Ísland. Við berum saman upplifun okkar, lærdóm og framtíðarspár fyrir landið sem við elskum svo mjög: Japan. 

Tyler er gestur í nýjasta hlaðvarpi Stefáns Þórs, Heimsenda.

Hækkandi verðlag en flóra tækifæra

Tyler segir okkur frá því hvernig hann byrjaði sem fyrirsæta í Tokyo og vann sig upp í stærri og eftirsóttari verkefni. Hann hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Japans og víðar.

Samhliða því semur hann tónlist og gerir tónlistarmyndbönd. Í Tokyo er öflugt tónlistarlíf og þar má finna marga litla bari og skemmtistaði sem bjóða upp á lifandi tónlist í hvers kyns mynd; jazz, rokk, pönk, klassík og hip hop.

Það er þó hægara sagt en gert að vinna fyrir sér sem listamaður í Japan enda eru launin margvísleg og mismunandi, og stundum jafnvel ekki til staðar.

Margir einstaklingar í þessum bransa kenna til dæmis ensku inn á milli verkefna til að eiga fyrir leigunni.

Tyler Toic. Mynd/KE227

Með hækkandi verðlagi og lækkandi framlagi til listanna verður líklega ennþá mikilvægara að vinna fleiri en eina vinnu – einfaldlega til að eiga fyrir því að vera listamaður, því sköpun er ekki ódýrt sport. 

Við Tyler vorum þó sammála um að breið flóra tækifæra í Tokyo bætti upp fyrir þetta og gott betur.

Það er algjört ævintýri að upplifa líf listamannsins í Tokyo og fá að kynnast því frábæra fólki sem vinnur í skapandi greinum í Japan, segir Stefán Þór Þorgeirsson í sínum nýjasta Japanspistli. 

Nýjasti þáttur hlapvarpsins Heimsendis er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum, þar á meðal Apple Podcasts og Spotify. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“