fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„Eins og blaut tuska í andlitið að vera ekki ódauðleg“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. janúar 2023 09:00

Mynd: Kraftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Blöndal er 22 ára og greindist fyrir ári síðan með Hodgkins eitilfrumukrabbamein. Guðrún þurfti að hætta í miðju námi í hönnunargrunnámi til að fara í krabbameinsmeðferð.

„Þetta uppgötvaðist í rauninni þegar ég var að mála hjá frænku minni sem er læknir og var að segja henni að ég væri með skrítna kúlu á bringunni. Hún ákvað þá að senda mig í ómskoðun sem kallaði á meiri rannsóknir, það sáust skuggar á myndum og sýnataka staðfesti krabbamein. Um leið og ég fékk greininguna þá var ég ekki hrædd. Ég vissi að ég gat ekki breytt neinu heldur bara tekist á við þetta,“  segir Guðrún.

„Það var í raun meira sjokk fyrir fjölskylduna en mig þegar ég greindist fyrst með krabbamein. Yngsta barnið, litla barnið orðið veikt. En það var núna meira sjokk fyrir mig að greinast aftur því núna í desember fór ég í skanna og það sést að krabbameinið er búið að stækka. Það er eins og blaut tuska í andlitið að vera ekki ódauðleg og maður fer að endurhugsa lífið – hvað sé í raun mikilvægast í lífinu.“ 

Guðrún er á meðal nokkurra einstaklinga sem segja sögu sína í tilefni nýrrar herferðar Krafts, Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ 

Fyrir hvern setur þú upp kolluna?

Markmið átaks Krafts er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.

Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.

„Fyrir hvern setur þú upp kolluna er yfirskrift átaksins í ár og vísar til þess að oft á tíðum missir fólk hárið í krabbameinsmeðferð og sumir velja að setja upp hárkollu. Við getum sýnt samstöðu með því að setja upp Lífið er núna kolluna sem er líka annað heiti yfir húfu og vekja þannig athygli á málefnum ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts. Sem fyrr verður slagorð Krafts „Lífið er núna“ í hávegum haft og munum við hvetja fólk til að sýna Krafti og félagsmönnum stuðning í verki með húfukaupum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“