Sara Gunnarsdóttir, teiknari og leikstjóri, er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár í flokki teiknaðrar stuttmyndar fyrir myndina My Year of Dicks. Í myndinni er unnið með textabrot úr bók Pamelu Ribon (Moana og Ralph Breaks the Internet) sem skrifar handrit myndarinnar.
Myndin fjallar um 15 ára stelpu sem þráir að missa meydóminn, „með lúserum.“ Myndin er sjálfsævisöguleg og fjallar um reynslu Ribon frá því hún var fimmtán ára.
Óskarsverðlaunin verða afhent í 95. sinn 12. mars, aðfararnótt þess 13 að okkar tíma.
Horfa má á myndina í fullri lengd á Vimeo.
Sjá einnig: Hildur ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna