fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Vinkonurnar Helga og Hulda greindust með brjóstakrabbamein á sama tíma – „Heimurinn minn hrundi á augnabliki“ 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 11:17

Mynd: Kraftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Helga Ingibjörg og Hulda Halldóra greindust báðar með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári, 34 ára. Báðar voru í vinnunni á föstudegi þegar þær fengu símtal um greininguna. Brjóstakrabbameinið var í vinstra brjósti hjá Helgu og hafði dreift sér í eitil en í hægra brjóstinu hjá Huldu.

Við brugðumst í raun svipað við og höfum síðan gengið saman í gegnum þetta kaldhæðna ferli. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa hver aðra, við erum góðar vinkonur fyrir en erum enn sterkari saman eftir greininguna.“ 

Helga starfar sem lögreglumaður og var á tólf tíma vakt þegar símtalið kom. Þar var mér tilkynnt að þau höfðu fundið eitthvað í sýninu sem þurfti að skoða betur og vildu að ég kæmi strax eftir helgi að hitta lækni. Mig hafði lengi grunað að eitthvað væri að en að heyra það var óraunverulegt og var þetta mesta áfall sem ég hef upplifað. Varðstjórinn sá strax á mér að eitthvað hefði komið fyrir, ég fór afsíðis og hringdi í mömmu og brotnaði algjörlega niður,“ segir Helga og segir hausinn hafa farið á flug. Ég var strax byrjuð að hugsa það versta og hugsa um það hver myndi ættleiða drenginn minn og útbjó erfðaskrá í huganum. Þetta var einfaldlega dauðadómur fyrir mér á þessum tímapunkti.“ 

Vinkonurnar eru á meðal nokkurra einstaklinga sem segja sögu sína í tilefni nýrrar herferðar Krafts, Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ 

Hulda starfar sem stílisti og var líkt og Helga í vinnunni að hefja langan tökudag á kvikmyndasetti á Skógum undir Eyjafjöllum. Ég henti öllu frá mér og hljóp út á tún með símann. Ég var boðuð í viðtal næsta mánudag og sagt að ég ætti að taka aðstandenda með mér. Þá vissi ég að það væri eitthvað að. Ég heimtaði að fá að vita hvað væri í gangi og þá var mér sagt að ég væri með illkynja krabbamein. Heimurinn minn hrundi á augnabliki. Ég hélt ég væri að fara að deyja,“  segir Hulda og segist hafa verið búin að greina sig sjálfa með annað krabbamein. Mælir hún ekki með að reyna að sjúkdómsgreina sjálfan sig á netinu. Alla helgina hugsaði ég um líf mitt og strákana mína tvo með tárin í augunum. Eftir á að hyggja var það í raun gott að fá helgina til að melta þetta allt og vera tilbúin með spurningar fyrir lækninn á mánudeginum.

Hulda og Helga segjast þakklátar að finna styrk í hver annarri og eru sammála um það að krabbameinsgreiningin hafi breytt lífsviðhorfi þeirra. Þær hugsi meira um hvað þær eru að gera á hverjum degi og njóti augnabliksins með fjölskyldu og vinum og rækti fólkið sitt. 

Báðar leituðu til Krafts og segja félagið skipta öllu máli fyrir unga einstaklinga sem greinast með krabbamein. Þá eru plönin allt önnur en kannski þegar maður er eldri. Kraftur er ótrúleg gjöf fyrir ungt fólk, þau eru svo dugleg að halda utan um mann, segir Helga. Segist Hulda sammála. Takk fyrir að sýna okkur að krabbameinsgreining sé ekki dauðadómur þrátt fyrir að það sé auðvitað skrýtið að vera komin í klúbbinn sem enginn vill vera í. Það er svo gott að geta nýtt þjónustuna og fá aðstoð að vinna úr áfallinu og halda áfram með lífið.

Fyrir hvern setur þú upp kolluna?

Markmið átaks Krafts er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.

Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.

„Fyrir hvern setur þú upp kolluna er yfirskrift átaksins í ár og vísar til þess að oft á tíðum missir fólk hárið í krabbameinsmeðferð og sumir velja að setja upp hárkollu. Við getum sýnt samstöðu með því að setja upp Lífið er núna kolluna sem er líka annað heiti yfir húfu og vekja þannig athygli á málefnum ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Krafts. Sem fyrr verður slagorð Krafts „Lífið er núna“ í hávegum haft og munum við hvetja fólk til að sýna Krafti og félagsmönnum stuðning í verki með húfukaupum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“