Hanna Stína, sem er einn af þekktustu innanhússarkitektum landsins hefur sett íbúð sína á Holtsvegi 12 í Garðabæ á sölu. Hanna Stína hefur hannað fjölmarga veitingastaði, heimili, fyrirtæki, þar á meðan veitingastaðinn Duck and Rose, en hún fagnaði 44 ára afmæli sínu á staðnum 2020 þegar hann var nýopnaður.
„Ég er að selja fallegu íbúðina mína vegna nýrra ævintýra. Ég er nýbúin að láta mála allt í Brave ground/Angora Blanket – nýjar sér saumaðar gardínur og 2 mánaða gömul heimilistæki. Þetta er frábært hverfi – stutt í allar búðir – hægt að labba í kjörbúð og veitingastað – frábærir nágrannar og mjög barnvænt og rólegt umhverfi. Endilega breiðið út boðskapinn,“ segir Hanna Stína í færslu á Facebook.
Um er að ræða 111,1 fermetra eign á annarri hæð í Urriðaholtinu.
Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, 2-3 svefnherbergi (eitt getur nýst sem skrifstofa eða sjónvarpsherbergi), alrými með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjól- og vagnageymslu. Allar innréttingar eru hannaðar af innanhússhönnuðunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.