Algengast er að orðið „step“ eða „stjúp“ sé notað sem forskeyti, til að gefa í skyn að umræddir karakterar séu ekki blóðskyldir, en Arna Bára gengur skrefinu lengra og segist sofa hjá „mömmu“ sinni, „systur“ og „bróður“.
Ljóst er að vinsældir, og þar með tekjur, Örnu Báru eru miklar en hún er með rúmlega 260 þúsund áskrifendur á OnlyFans, 3,4 milljón fylgjendur á Instagram og yfir 500 þúsund fylgjendur á Facebook. Hún heldur einnig úti „varaaðgangi“ á Instagram sem er með yfir 173 þúsund fylgjendur. Notar hún síðan vinsældirnar á samfélagsmiðlum óspart til að auglýsa OnlyFans-síðuna þar sem kaupa þarf aðgang.
View this post on Instagram
Þó umdeilt sé hefur sifjaspellsklám notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina en mikil aukning hefur verið á eftirspurn og framboði undanfarið.
Sérfræðingar hafa velt fyrir sér spurningunni; Af hverju er sifjaspellsklám svona vinsælt? Við því er ekkert einfalt svar en svo virðist einfaldlega sem að fólk fái eitthvað út úr því að horfa á það sem það veit að sé í eðli sínu rangt.
„Við höfum alltaf haft áhuga á sögum um sifjaspell. Saga Oedipus var harmleikur, en það sem gerði söguna vinsæla var að hann svaf hjá mömmu sinni,“ sagði Geoffrey Celen, sérfræðingur í klámiðnaði, meðal annars við tímaritið MEL þegar fjallað var um þennan afkima iðnaðarins.
Oedipus er grískur harmleikur sem fjallar um týrantinn Oedipus sem myrti föður sinn og giftist móður sinni. Samkvæmt sagnfræðingum gæti verkið hafa verið skrifað meira en 400 árum fyrir Krist. Svo það er óhætt að segja að áhugi mannfólks á sifjaspelli sé ekki nýr af nálinni.
Sifjaspell eða birtingarmynd þess má ekki aðeins finna í klámi heldur einnig í vinsælu sjónvarpsefni. Það hefur til að mynda verið viðvarandi þema í HBO-þáttunum Game of Thrones og House of Dragon. Það má einnig finna í tónlist en Vice skrifaði áhugaverða grein um sögu sifjaspells í vinsælli tónlist.
Vert er að taka fram að allir aðilar sem hér um ræðir eru yfir átján ára aldri.
Arna Bára tileinkaði OnlyFans-síðu sína þessari tegund af klámi fyrir meira en ári síðan. Hún leikur oft á móti sömu konunni sem er „mamma“ hennar, annarri sem er „stjúpmóðir“ hennar og fleiri klámstjörnum.
View this post on Instagram
Hún hefur nefnt OnlyFans-síðuna sína „The Whole Family“ eða öll fjölskyldan, og tekur það skýrt fram í lýsingu síðunnar að um sé að ræða hlutverkaleik. Þar stendur meðal annars:
„Mom and daughter content, me playing with my barely legal 18 year old baby sister and my big brother. Wellll did I mention my step mom and step brother also get involved haha. We even took huge family orgy.“
Áskrifendur geta keypt myndbandapakkann „ultimate family bundle“ sem að sögn Örnu Báru sýnir „nákvæmlega um hvað þessi síða er.“
Einnig hefur hún gefið út níu blaðsíðna sögu um hvernig hún og „mamma“ hennar byrjuðu að stunda kynlíf saman.
Hún auglýsir efnið á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 3,4 milljón fylgjendur. Sem gerir hana að stærstu íslensku samfélagsmiðlastjörnunni, með fleiri fylgjendur en tónlistarkonan Björk, hljómsveitin Kaleo og fótboltamaðurinn Rúrik Gísla til samans.
View this post on Instagram
Arna Bára er vel þekkt hér á landi og hefur grætt á tá og fingri á síðunni. DV ræddi við hana í mars 2020 og hún sagðist hafa margfaldað tekjur sínar í Covid-kreppunni á Spáni. Í mars 2021 greindi hún frá því í viðtali við Vísi að hún ætlaði að borga upp 600 milljóna króna megavillu á tveimur árum. Í villunni, sem er 1650 fermetrar, er meðal annars rækt og risasundlaug.