Sara Gunnarsdóttir var tilnefnt fyrir stuttmynd sína, My Year of Dicks, í flokki teiknimynda en tilnefningar voru tilkynntar í beinni fyrir stuttu.. Aðrar tilnefndar eru The Boy, the Mole, the Fox and the Horse, The Flying Sailorm, Ice Merchants og An Ostrich Told Me the World Is Fake and I Think I Believe It.
Short but sweet, these are your nominees for Animated Short Film. #Oscars #Oscars95 pic.twitter.com/9jf89RPT3Z
— The Academy (@TheAcademy) January 24, 2023
Hildur Guðnadóttir hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna í þetta sinn. Hildur var tilnefnd á stuttlista Óskarsins fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking en eins og frægt varð hlaut hún Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Tilnefndar voru All Quiet on the Western Front, Babylon, The Banshees of Inisherin, Everything Everywhere All at Once og The Fabelmans.
Heba Þórisdóttir og teymi hennar hlaut heldur ekki tilnefningu fyrir förðun og hár fyrir kvikmyndina Babylon.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í 95. sinn þann 12. mars og þá mun Sara feta rauða dregilinn fyrir Íslands hönd.