fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Litla stúlkan sem breytti lífi óteljandi barna – Saga Mary Ellen, stúlkunnar sem varð til þess að fyrstu lögin um barnavernd voru sett

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 22. janúar 2023 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Ellen Wilson var aðeins tíu ára gömul þegar hún, sér að óafvitandi, varð til þess að breyta lífi gríðarlegs fjölda barna til framtíðar. Mary Ellen varð til þess að í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna var fólk ákært og dregið fyrir dóm fyrir vanrækslu og misþyrmingar á barni.

Árið var 1874 og hafði enginn heyrt minnst á slíkt áður.

Á þessum árum var ekkert til sem hétu barnaverndarlög eða barnaverndareftirlit.

Og eins merkilega og það hljómar voru það dýraverndunarsamtök sem urðu til þess að þrýsta á að Mary Ellen fengi það réttlæti sem hún átti skilið.

Málið varð einnig til þess að fyrstu lög um barnavernd voru sett þar í landi.

Mary Ellen var með stórt sár á andliti eftir skæri fósturmóður sinnar þegar hún var loksins sótt. Hún var einnig illa skorina á höndum og fótum.

Saga Mary litlu Ellen

Mary Ellen fæddist árið 1864. Faðir hennar lést í borgarastyrjöldinni á öðru aldursári hennar og reyndi móðir hennar, Frances, að taka að sér öll möguleg störf til að sjá fyrir sér og dóttur sinni.

Frances fékk vinnu í þvottahúsi á hóteli en launin voru léleg og eina leiðin fyrir Frances að sjá fyrir sér og Mary Ellen var að vinna tvöfaldar vaktir.

Hún fékk konu til að gæta Mary Ellen á meðan. En Frances gat ekki einu sinn greitt barnapíunni sem fór í slíka fýlu að einn góðan veðurdag á meðan Frances var í vinnu, arkaði hún með litlu Mary Ellen til stofnunar á vegum New York borgar sem hafði umsjón með góðgerðarmálum. Og skildi hana þar eftir.

Því það var ekkert batterí til hjá hinu opinbera sem helgað var börnum.

Það var löglegt að misþyrma börnum á þessum árum.

Skelfilegar misþyrmingar

Stofnunin kom Mary Ellen umsvifalaust í fóstur og hófst þar með sex ára þrautaganga stúlkunnar.

Fósturforeldrar Mary Ellen, Francis og Mary Connolly, misþyrmdu og vanræktu telpuna á allan hátt. Hún fékk ekkert rúm að sofa í, aðeins bút af gólfteppi.

Hún fékk aðeins eitt par af skóm á þessum sex árum og örfáar flíkur. Hún fékk aldrei að fara út, aldrei að leika við önnur börn né fara í skóla. Hún hafði ekki hugmynd um hvað hún var gömul.

Mary Ellen sagði mörgum árum síðar að hún hefði aldrei verið föðmuð, hrósað eða sýnd nein gæska á þessum árum. Hún man heldur ekki eftir að hafa nokkurn tíma farið út fyrir dyr heimilisins.

Etta Wheeler

Fósturmóðir Mary Ellen lokaði hana inni í skáp stóran hluta dagsins og hýddi hana miskunnarlaust, yfirleitt daglega. Til þess notaði hún stór leðursvipu sem skildi eftir sig skelfilega áverka á stúlkunni.

Og það var fullkomlega löglegt þar sem það voru engin lög eða reglur til staðar um vernd barna. Foreldrar og forráðamenn máttu í raun gera hvað sem þeir vildu, nema þá helst myrða börn sín.

Fósturmóðir Mary Ellen hafði líka gaman af að skera í hana með skærum og til æviloka var Mary Ellen með stórt ör í andliti eftir eina slíka skæraárás.

Etta kemur til sögunnar

Kona að nafni Etta Wheeler var nágranni fósturforeldranna og hafði grun um að eitthvað misjafnt gengi á í næsta húsi. Etta var trúboði og sinnti góðgerðarmálum af krafti.

Hún bankaði því á dyr hjá Connolly hjónunum í desember árið 1873 til að kanna málið betur. Mary Ellen kom til dyra og fékk Etta áfall þegar hún sá grindhoraða og náföla stúlkuna. Hún var berfætt, í þunnum rifnuðum kjólgopa, með marbletti frá toppi til táar og leit út fyrir að vera um fimm ára.

Mary Ellen var þá níu ára gömul.

Etta fór til lögreglu en var sagt að fósturforeldrarnir hefðu engan glæp framið. Hún leitaði þá á náði góðgerðasamtaka sem neituðu að taka við stúlkunni nema með leyfi yfirvalda. En yfirvöld neituðu að gefa leyfi til að fjarlægja Mary Ellen af heimilinu. Um væri að ræða einkamál Connolly hjónanna.

Etta varð sífellt reiðari eftir því sem fleiri synjuðu henni um hjálp og velti fyrir sér hvert í ósköpunum hún gæti leitað næst.

Henry Bergh

Loksins hlustaði einhver

Etta var ekki á því að gefast upp og þegar að hún búin að reyna svo að segja allt sem henni datt í hug, án árangurs, hafði hún samband við nýstofnuð Dýraverndunarsamtök Bandaríkjanna.

Á þessum árum var mikil vakning í umræðu um dýravernd og stór hópur fólks hafði stofna dýraverndarsamtök með það að markmiði að fá sett lög dýrum til verndar.

Henry Bergh var forráðamaður samtakanna og hafði hann svarið að vera rödd fyrir þá sem enga hefðu, og vísaði þá til dýra er sættu illri meðferð.

Mörgum var meinilla við Henry, eins og sjá má í blöðum þessara tíma, enda tíðarandinn sá að það kæmi engum við hvernig þú kæmir fram við eigin dýr.

En Henry lét það sem vind um eyru þjóta og sagðist aldrei gefast upp, þjóðfélagið bæri sameiginlega siðferðislega ábyrgð á að koma fram við dýr á mannúðlegan hátt.

Henry var brugðið við sögu Ettu af Mary Ellen og þótt að dýraverndarsamtökin hefði einvörðungu unnið að málefnum dýra hingað til, gripu þau til aðgerða.

Hann fékk einkaspæjara til að njósna um fjölskylduna og skilaði sá ljótri skýrslu um aðstæður Mary Ellen. Skýrslan var send lögfræðing dýraverndunarsamtakanna og fór Henry með málið fyrir dóm ásamt Ettu.

Aðstæðurnar sem Mary Ellen bjó við voru ógeðslegar.

Fyrstu réttarhöldin

Farið var fram á að Mary Ellen yrði fjarlægð af heimilinu og var skýrslan um aðstæður Mary Ellen það sláandi að það var samþykkt af dómara. Slíkt hafði aldrei áður gerst í sögu Bandaríkjanna.

Og þar með hófust fyrstu réttarhöld Bandaríkjanna þar sem ákært var fyrir illa meðferð og vanrækslu á barni.

Í apríl 1874 var Mary Ellen fjarlægð af Connolly heimilinu og farið með hana beint í réttarsal. Kjóll hennar var það rifinn og skítugur að ekki þótti boðlegt að hún stigi í honum inn í réttarsal og svo fór að Mary litla Ellen, aðeins níu ára gömul, vitnaði aðeins vafin teppi.

Mary Ellen sagði sögu sína af hreinskilni var fólk í réttarsal afar brugðið. Fullorðnir karlmenn grétu eins börn og það leið yfir sumar konurnar.

Mynd af Mary Ellen eftir að hún flutti til Ettu.

Blaðamaður sem var viðstaddur réttarhöldin skrifaði að Mary Ellen hefði hreyft við sál allra borgarbúa og minnt á heim sem flestum var hulinn eða  fólk vildi ekki vita af.

Fósturmóðir Mary Ellen bar við vanþekkingu á barnauppeldi en enga samúð var að finna hjá kviðdómi sem dæmdi hana seka eftir aðeins 20 mínútur.

Mary Connolly fékk eins árs fangelsisdóm en hvergi er neitt að finna um ákærur á hendur manni hennar.

Bylti öllu kerfinu

Etta Wheeler ættleiddi Mary Ellen Wilson, hún tengdist einnig aftur lífmóður sinni,  og byrjaði þar með nýr og betri kafli í lífi stúlkunnar.

Etta hafði tekið að sér fleiri börn og veitti þeim ástríkt heimili. Og með hjálp Ettu og fóstursystkina sinna lærði Mary Ellen að tjá sig, leika sér og hlæja. Smám saman fór Mary Ellen að opna sig, vitandi að henni yrði ekki misþyrmt.

Mál Mary Ellen varð til þess að Henry Bergh stofnaði einnig fyrstu barnaverndarsamtök Bandaríkjanna og aðeins á fyrsta ári samtakanna rannsökuðu þau mál rúmlega 300 barna.

Mörgum fannst langt gengið í hnýsni að samtök væri að kanna aðstæður fósturbarna sinna, engum kæmi slíkt við, en þrátt fyrir mótmæli tókst Henry Bergh að fá fram að fyrstu barnaverndarlög Bandaríkjanna voru sett árið 1876.

Mary Ellen á fullorðinsárum. Hún sór að veita öllum sínum sex börnum það ástríka uppeldi sem hún var svikin um sem barn.

Skírði dóttur sína í höfuð Ettu

Etta Wheeler og Henry Bergh börðust fyrir málefnum barna allt til dauðadags.

Þegar Mary Ellen var 24 ára gömul kynntist hún ekkjumanni sem átti þrjú ung börn. Þau giftust og eignuðust tvö börn saman, annað telpu sem Mary Ellen skírði Ettu í höfuðið á konunni sem bjargaði henni. Hjónin ættleiddu einnig munaðarlausa stúlku.

Mary Ellen sór að gefa öllum börnum sínum þá æsku sem hún hafði farið á mis við og stóð við það.

Mary Ellen lifði til 92 ára aldurs vog var sárt saknað af fjölda afkomenda sem minntust hlýju og gæsku konunnar sem átti svo skelfilegt upphaf í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024