fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Líkt og ferð í dýragarð – Geðveikrahæli fyrr á öldum voru opin almenningi til skemmtunar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öldum áður var ýmislegt stundað sem okkur finnst afar sérkennilegt, og hreinlega ósmekklegt og ómannúðlegt, í dag. Eitt af því var að fá sér sunnudagslabbitúr um geðveikrahæli, þar sem sjúklingar voru hafðir til sýnis, líkt og í dýragarði.

Var þetta stundað bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Allt fram á 17. öld voru hæli og fangelsi eitt og hið sama en um miðja 18. öld er komin mynd á rekstur og áherslur hælanna. Túrisminn hófst um svipað leyti.

Allt til 1619 var reyndar enginn munur gerður á fangelsum og geðsjúkrahúsum, sem voru ekki einu sinn mönnuð læknum né hjúkrunarfólki. Sama ár var fyrsta stofnunin, ætluðu fólki veiku á geði, opnuð í Bretlandi. 

Tól sem þessi voru algeng til að hamla hreyfingar sjúklinga. Þessi mynd er frá 1869.

Það voru þó aðallega ætluð fátækum, efnafólk greiddi fyrir umönnun ættingja heima við eða kom viðkomandi fyrir á hæli í einkaeigu. En það var jafnvel komið illa fram við hana ríku. 

Fyrst var farið að bjóða upp á skemmtiferðir um geðveikrahæli um 1750 og reynt að finna sjúklinga með mesta „skemmtanagildið“ til að sýna gestum. 

Það var margt sem flokkað var undir geðsjúkdóma eins og þessi listi sýnir.

Hælistúrisminn breyttist síðan  á 19. öld og fór úr því að vera eingöngu skemmtun og í að vera heldur fræðilegri. Leiðsögumaður fylgdi gestum og útskýrði einstaka sjúkdóma og hvaða meðferðir og lyf væru notuð í hverju tilfelli fyrir sig. 

Mynd af hæli, tekin 1870.

Að því leyti hjálpaði hælistúrisminn að breyta viðhorfum almennings sem fór í auknum mæli að líta á sjúklinga sem manneskjur, ekki bara afþreyingu. 

Í kjölfarið urðu, í það minnsta sum hælin, öllu mannlegri en samt sem áður voru geðveikrahæli 19. aldar skelfileg sé miðað við þá kröfu sem gerð er um umönnun veikra einstaklinga í dag. Og það voru enn notaðar grimmdarlegar meðferðir sem almenningur fékk aldrei að verða vitni að. 

Grímur sem þessar voru notaðar á geðveikrahælum fram á 18. öld.

Stjórnvöld hvöttu til hælistúrismans til að fá inn tekjur og miðaverð haft hátt til að hvetja vel efnað fólk til að koma og sjá „fríkin.“

Árið 1825 gerði til dæmis elsta geðsjúkrahús Bretlands, Bedlam, þá kröfu að gestir sæktu sérstaklega um leyfi til heimsókna og aðeins þeir fínustu fengu aðgengi, gegn háu gjaldi. Sem gerði heimsóknir því að eins konar stöðutákni. 

Sjálfsfróun var talin sérstaklega hættuleg geðheilsunni og því gripu sum hæli til þess að nota þetta tól.

Hælistúrisminn er til að mynda ástæðan fyrir hversu mörg hælanna voru í gullfallegum byggingum og skörtuðu stórum og glæsilegum görðum. Gestirnir vildu hafa huggulegt í kringum sig. 

Mörg hælin voru með afbrigðum hugguleg.

En smám saman fóru viðhorf til einstaklinga, veikum á geði, að breytast, þótt að enn væri, og sé jafnvel enn, langt í land. 

Búið var að leggja hælistúrisma niður að svo að segja alls staðar um aldamótin1900. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram