fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Besti pabbi í heiminum og besti maki sem hugsast getur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. janúar 2023 11:30

Stefán Jakobsson og Kristín Björgvinsdóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan Kristín Björgvinsdóttir sparaði ekki fallegu orðin þegar kom að því að óska sínum heittelskaða, Stefáni Jakobssyni söngvara Dimmu, til hamingju með afmælið.

Kristín og Stefán opinberuðu samband sitt í júní í fyrra og hafa síðan þá verið iðin við að játa ást sína á hvort öðru á samfélagsmiðlum. Þau trúlofuðust í desember.

Stefán átti afmæli á laugardaginn og birti Kristín í tilefni dagsins fallega færslu á Instagram. Hún birti skemmtilegt myndband af samveru þeirra í gegnum tíðina og skrifaði með:

„Öll góðu lýsingarorðin eiga við hann Stefán. Hann er svo margt og allskonar, góður alveg í gegn, alltaf til í að hjálpa, endalaust brallandi og er ALLTAF að breyta til heima sem mér finnst ógeðslega fyndið.

Það er svo augljóst hvað hann er góð manneskja af því hvað hann á marga góða vini úr öllum áttum. Þegar við hittum fólk þá er nánast alltaf einhver sem gefur sig á tal við mig og segir mér hvernig Stefán reyndist þeim vel á erfiðum tímum eða tók viðkomandi inn í hópinn þegar þeim leið utangarðs.

Hann er einmitt þannig, kærleiksríkur með risastórt hjarta, til staðar fyrir fólkið sitt, besti pabbi í heiminum og besti maki sem hugsast getur. Hann veitir mér innblástur að vera betri manneskja og ég hef séð hvernig ein manneskja getur breytt heiminum með góðmennsku sinni og kærleika.

Til hamingju með daginn brallrebbinn minn ég elska þig aðeins meira alla daga.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kristin Sif (@kristinbob)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“