fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Stefán Þór fagnaði Hatara í Japan – „Oft saknar maður þess að tala íslensku og heyra fréttir að vestan í landi jafnt hefða og nýjunga“

Fókus
Laugardaginn 14. janúar 2023 15:30

Sólbjört og Stefán Þór í Tokyo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bý í Tokyo, stærstu borg í heimi, og kann alveg ágætlega við það. Hér er allt til alls og heill heimur af tækifærum fyrir leikara eins og mig. Hér eru hins vegar fáir Íslendingar og oft saknar maður þess að tala íslensku og heyra fréttir að vestan.

Ég var því fljótur að grípa tækifærið þegar það gafst og bóka Sólbjörtu Sigurðardóttur í viðtal,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson sem er búsettur í Tókýó í Japan.

Kyoto. Mynd/ Unsplash

Stefán Þór, er þar að vísa í hlaðvarp sitt, Heimsendi, þar sem hann ræðir meðal annars við Íslendinga í Japan auk þess að fjalla um ýmsa áhugaverða, skrítna og skemmtilega hluti í japanskri menningu sem eru býsna ólíkir því sem við eigum að þekkja.

„Sólbjört Sigurðardóttir er dansari og leikaranemi við Listaháskóla Íslands. Hún er meðlimur í hljómsveitinni Hatari sem var nýverið á tónlistarhátíð í Taílandi. Hún var ásamt fjölskyldu sinni í Japan í nokkrar vikur núna yfir jól og áramót 2022/2023.

Í þætti vikunnar ræðum við Sólbjört upplifun hennar af Japan, menningarmun milli landanna, hvað Íslendingar geta lært af Japönum og öfugt.“

Tókýó er fjölmennasta borg heims.

„Nýja uppáhaldsborgin hennar Sólbjartar er Kyoto, sem fyrir áhugasama er eiginlega eins og orðið Tokyo nema öfugt. Það er ekki bara nafnið sem er öfugt að einhverju leyti heldur er andrúmsloftið í Kyoto einnig mjög frábrugðið Tokyo.

Kyoto er sögulega höfuðborgin – hún var þungamiðja í japanskri stjórnsýslu og menningu í meira en þúsund ár. Það var ekki fyrr en árið 1869 sem Tokyo tók við sem höfuðborg.“

Stefán Þór Þorgeirsson.

„Í Kyoto eru stór hof, breiðar götur, fólk í kimono (þjóðarbúningur Japans), te-seremóníur, og fleira. Kyoto er hið hefðbundna Japan á meðan að Tokyo stendur fyrir nýjungar, þróun og hraða.

Kyoto er líka rólegri og hljóðlátari. Þar er fólkið mögulega aðeins frjálslegra og Sólbjört tók einmitt eftir því að mun færri Kyotobúar ganga um með grímu utandyra heldur en fólk í Tokyo, enda engin regla til staðar sem segir til um slíka notkun.

Tokyobúar eru hinsvegar mjög hrifnir af grímunni, eða svo virðist vera ef maður lítur til þess fjölda sem notar grímu hvert sem þau fara.

Það er þó að einhverju leyti skiljanlegt enda er Tokyo nokkuð þéttbýl og þar er oft margmenni, til að mynda í lestum.“

Kyoto er full hefða.

„Við Sólbjört ræddum líka skilgreiningar listamannsins.Við erum bæði leikarar með ólíkan bakgrunn – hún úr dansi og ég úr verkfræði. Hvernig koma þessir heimar saman? Er dansinn einhvern tímann að vefjast fyrir leiklistinni? Hvað með verkfræði? Við vorum sammála um að fjölbreyttur bakgrunnur er oftar en ekki til góðs, en það þarf að finna leiðir til að láta mismunandi heima vinna saman. Loks var heimsendir sjálfur ræddur, samanber nafn hlaðvarpsins.“

Shibuya í Tokyo

„Við erum kannski ekki ýkja mörg sem veltum okkur daglega upp úr vangaveltum um heimsendi, en ef ég tala fyrir sjálfan mig þá er þetta brennandi áhugi. Homo sapiens hefur verið gestur Jarðar í 300.000 ár. Eigum við önnur 300.000 ár eftir? Líklega ekki. Þó veit maður aldrei,“ segir Stefán

Og snýr sér svo aftur að Japan. „Landið er útópía eða dystópía, eða kannski blendingur. Það fer eflaust eftir því hver við erum sem þar búum. Fyrir fólk sem kann vel við reglur og skipulag er Japan frábært land. En fyrir fólk sem vill lifa utan kassans og setja spurningarmerki við núgildandi venjur og hugsunarhátt, þá er Japan mögulega ekki best í heimi.“

Stefán Þór er verkfræðimenntaður leikari sem býr í Japan og heldur úti Heimsenda sem þrátt fyrir nafnið er hið líflegasta.

„Einn mánuður í Japan var nóg fyrir Sólbjörtu til að sjá góðu hliðarnar og sumar af hinum misgóðu, enda er Japan ekki fullkomið.

Við vorum þó sammála um að allir ættu að heimsækja Japan ef kostur gefst,“ segir Stefán Þór í Japanspistli sínum.

Nýjasti þáttur hlapvarpsins Heimsendis er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum, þar á meðal Apple Podcasts og Spotify. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja