Gerard er fyrrum leikmaður Barcelona, hann spilaði síðasta leik sinn í nóvember síðastliðnum.
Hjónin skildu í fyrra eftir 11 ára hjónaband. Sögusagnir um framhjáhald Gerard hafa verið á kreiki síðan þá og hefur söngkonan sterklega gefið það í skyn á samfélagsmiðlum. Hann er sagður hafa haldið framhjá Shakiru með nýju kærustu sinni, Clöru Chiu Marti. En það kom upp myndband á yfirborðið af Clöru á heimili Shakiru og Gerard, sem var tekið upp tíu mánuðum áður en þau skildu.
Shakira er 45 ára, Gerard er 35 ára og nýja kærastan, Clara Chia Marti, er 23 ára.
Söngkonan gaf út nýtt lag í gær og það er óhætt að segja að lagið sé um fyrrverandi eiginmann hennar.
„Gangi þér vel með þennan staðgengil minn / Ég veit ekki einu sinni hvað gerðist fyrir þig […] Ég er virði tveggja 22 [ára] / Þú skiptir út Ferrari fyrir Twingo / Þú skiptir út Rolex úri fyrir Casio […] Ég er of góð fyrir þig og þess vegna ertu með einhverri sem er alveg eins og þú.“
Shakira og Gerard eiga saman tvo syni, Milan, 9 ára, og Sasha, 7 ára.
Hlustaðu á lagið hér að neðan.