Það er komið að annarri 80´s stuðbombu með Hr. Eydís.
“Okkur fannst ekki annað hægt en að fá Ernu Hrönn til að syngja lagið, enda er það eins og samið fyrir hana,” segja þeir félagar í Hr. Eydís.
Þetta er lagið I´m So Excited sem kom fyrst út með The Pointer Sisters í september árið 1982. Laginu gekk þokkalega, en það sló ekki í gegn almennilega fyrr en það var “remixað” árið 1984 og gefið út á plötunni Break Out. Á þeim tíma var ein af systrunum orðin amma, það hefur kannski hjálpað til því “remixið” varð algjört hit og fór í níunda sæti Billboard listans.
“Þetta er eitt af þessum 80´s stuðlögum sem eru löngu orðin sígild,” segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís. „Þegar Erna Hrönn byrjaði að syngja lagið var eins og þær Pointer-systur væru hreinlega mættar í hana.“